Fornleifar
Fornleifar eru allt það sem varðveist hefur frá gamalli tíð,[1] meðal annars leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á en einnig hvers kyns manngerðir hlutir og verkfæri. Samkvæmt íslenskum lögum eru fornleifar eldri en 100 ára en víða er þó miðað við hluti og minjar sem eru eldri en 500 ára.[2]

Gerðir fornleifaBreyta
Fornleifar geta meðal annars verið byggðaleifar, bæjarstæði, húsaleifar hvers kyns, svo sem kirkna, bænahúsa, klaustra og búða, leifar af verbúðum, naustum, verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum; einnig vinnustaðir þar sem aflað var fanga, sel, verstöðvar, ból, mógrafir, kolagrafir, gömul tún- og akurgerði, áveitumannvirki og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita, gamlir vegir, stíflur, brýr, vöð, varir, hafnir og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og vitar og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra; varnarmannvirki; þingstaðir, hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð; áletranir, greftrunarstaðir og skipsflök.
Fornleifar eru ekki aðeins öll forn mannvirki heldur einnig staðir sem á einn eða annan hátt tengjast menningu og atvinnuvegum.
TilvísanirBreyta
- ↑ Orri Vésteinsson. „Hvað eru fornleifar?“. Vísindavefurinn 28.12.2009. http://visindavefur.is/?id=28898. (Skoðað 28.12.2009).
- ↑ Orri Vésteinsson. „Hvað eru fornleifar?“. Vísindavefurinn 28.12.2009. http://visindavefur.is/?id=28898. (Skoðað 28.12.2009).
HeimildBreyta
Tengt efniBreyta
TenglarBreyta
- „Hvað eru fornleifar?“ á Vísindavefnum
- „Hvernig vita fornleifafræðingar hvar þeir eiga að grafa þegar þeir leita að fornleifum?“ á Vísindavefnum
- „Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?“ á Vísindavefnum