Stífla

mannvirki sem hindrar eða stýrir flæði vatns

Stífla eða stíflugarður er hindrum í farvegi rennandi vatns sem lokar fyrir vatnsstreymi eða beinir því annað. Fyrir ofan stíflu myndast uppistöðulón, sem líkist oft stöðuvatni og nota má til vatnsmiðlunar (þ.e. miðlunarlón). Flestar stíflur eru með yfirfall sem hleypir vatni í gegn stöðugt eða á vissum tímum.

Hooverstíflan í Kolóradófljóti í Bandaríkjunum er bogastífla úr járnbentri steinsteypu.

Fyrstu stíflurnar voru reistar í Mesópótamíu fyrir um 7000 árum til að stjórna vatnsmagni í ám sem var mjög breytilegt eftir veðri. Í Egyptalandi voru stíflur hluti af áveitukerfi sem miðlaði reglulegum flóðum í Níl út á ræktarlöndin. Nagdýrið bjór býr til stíflur í ám með því að naga í sundur trjástofna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.