Forngerlar
(Endurbeint frá Fornbaktería)
Forngerlar, fyrnur[1] eða fornbakteríur (fræðiheiti: Archaea eða Archaebacteria) er einn af meginflokkum lífvera og yfirleitt hafður sem sérstakt ríki eða lén í þriggja léna kerfinu (hin lénin eru gerlar og heilkjörnungar). Forngerlar eru einfruma lífverur án frumukjarna og teljast þannig vera dreifkjörnungar. Í hinu hefðbundna sex ríkja flokkunarkerfi voru þeir flokkaðir með gerlum í ríkið Monera. Upphaflega var þeim lýst í jaðarvistkerfum, eins og á háhitasvæðum, en síðar hafa þeir fundist á ýmsum gerðum búsvæða.
Archaea | ||
---|---|---|
![]() Rafeindasmásjármynd af fyrnu af Halobacterium ættkvísl. Hver fruma er um 5 μm að elngd.
| ||
Vísindaleg flokkun | ||
| ||
Fylkingar | ||
Crenarchaeota |

Tré sem sýnir innbyrðis þróunarsöguleg tengsl gerla, forngerla og heilkjörnunga skv. Carl Woese 1977.