Hringrás kolefnis
(Endurbeint frá Kolefnishringrás)
Hringrás kolefnis er hreyfing kolefnis í umhverfi okkar milli gufuhvolfs, vatnshvolfs, berghvolfs og lífhvolfs. Hringrás kolefnis er flókin og margbreytileg en hægt er að lýsa hringrásinni þannig að koltvíoxíð (CO2) er numið úr andrúmslofti við ljóstillífun en skilar sér til baka við öndun og rotnun.