Flundra (fræðiheiti: Platichthys flesus) er flatfiskur af flyðruætt. Útbreiðslusvæði hennar er strandsvæði Norður-Evrópu. Flundra er vinsæll matfiskur.

Flundra

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Flatfiskar (Pleuronectiformes)
Ætt: Flyðruætt (Pleuronectidae)
Ættkvísl: Platichthys
Tegund:
Flundra

Tvínefni
Platichthys flesus
Linnaeus, 1758

Flundra getur náð allt að 60 sm lengd en er sjaldan lengri en 30 sm. Hún lifir á sjávarbotni frá fjöruborði og niður í um 100 m dýpi og sækir í ísalt og ferskt vatn og getur gengið upp í ár og læki.

Flundra er lík skarkola og sandkola en þekkist frá þeim á því að það eru smáar beinkörtur meðfram bak- og raufaruggi.

Flundra við Íslandsstrendur

breyta

Flundra veiddist fyrst við Ísland í september 1999 og virðist tegundin núna vera farin að hrygna við Ísland. Flundra virðist núna breiðast hratt út við landið.[1]

Ekki er vitað hvernig flundran barst þangað en sennilegast að hún hafi borist frá Evrópu, hugsanlega frá Færeyjum. Hrogn og smáseiði flundru eru sviflæg og geta borist með straumum. Flundru hefur orðið vart við ósa og sjávarlón á Suðurlandi.

Greining á fæðuvali flundru úr Hlíðarvatni í Selvogi haustið 2006 leiddi í ljós að um 42% fæðu hennar voru vatnabobbar, um 32% voru marflær, um 11% hornsíli og aðrir fiskar, rykmýslirfur og vorflugulirfur fundust í minni mæli.[2] Flundra á vatnasviði Hvítár í Borgarfirði sýndi fram á ósérhæft fæðuval flundrunnar. Í ísöltu vatni var helsta fæða hennar marflær (Gammarus sp.), en hún tók einni nokkuð af silungaseiðum og öðrum fiski. Í sjó var helsta fæða hennar skeldýr, marflær, sandmaðkur, trönusíli og fiskileifar. Í Andakílsá varð einnig vart við laxaseiði í fæðu flundrunnar.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Flundra í Kópavogslæk“. natkop.kopavogur.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. ágúst 2020. Sótt 26. maí 2020.
  2. Magnús Jóhannsson & Benóný Jónsson (2007). Flundra nýr landnemi á Íslandi - Rannsóknir á flundru (Platichthys flesus) í Hlíðarvatni í Selvogi. Geymt 31 janúar 2021 í Wayback Machine Fræðaþing landbúnaðarins 4, 466.
  3. Ásgeir Valdimar Hlinason (2013). Lífshættir flundru (Platichthys flesus) á ósasvæði Hvítár í Borgarfirði. MS-Ritgerð. Umhverfisdeild, Landbúnaðarháskóli Íslands. 72 bls.

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.