Rykmý (fræðiheiti: Chironomidae) er ætt mýflugna. Á Íslandi eru þekktar 80 tegundir rykmýs og eru margar þeirra mjög mikilvægar í vistkerfum vatna af öllu tagi og oft undirstöðufæða fugla og fiska. Karldýrin þekkjast á fjaðurlaga fálmurum.

Chironomidae
Karldýr af tegundinni Chironomus plumosus
Karldýr af tegundinni Chironomus plumosus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Tvívængjur (Diptera)
Undirættbálkur: Nematocera
Innættbálkur: Culicomorpha
Yfirætt: Chironomoidea
Ætt: Chironomidae
Genera

See text'

Karlflugurnar eru mjóslegnar og yfirleitt lengri en kvenflugur og á höfði bera karlflugur loðna fálmara sem minna helst á jólatré eða fjöður. Karlflugurnar geta orðið allt að 1,5 cm á lengd. Flugur rykmýs bíta ekki. Líftími flugnanna er aðeins nokkrir dagar, en á þeim tíma makast þær og verpa oftast aðeins einu sinni. Mökunaratferli rykmýs er þannig að karlflugur mynda mikla stróka og kvenflugurnar sækja í strókana. Fljótlega eftir mökun fljúga kvenflugurnar að vatni eða á og verpa eggjum á vatnsyfirborð. Eggin eru umlukin slímmassa sem sekkur niður á botn og klekjast lirfur út eftir nokkra daga og lifa á botni innan um botngróður eða í botnleðjunni. Lirfurnar eru mjóslegnar og hafa tvö pör af fóttotum og eru rauðar, gulgrænar eða blágráar á litinn. Mestur hluti af lífsferli rykmýs er á lirfustigi en lífsferillinn getur varað frá nokkrum vikum í tvö ár. Lirfur rykmýs fara í gengum þrjú hamskipti áður en myndbreyting á sér stað og púpa myndast. Púpurnar myndbreytast inni í pípum sem lirfurnar lifa að öllu jöfnu í. Á lirfustiginu safna dýrin allri þeirri forðanæringu sem þau þurfa til vaxtar og viðhalds því á fullorðinstiginu sem fluga nærist rykmýið lítið eða ekkert. Fæða lirfanna er meðal annars smásæir þörungar, rotnandi jurtaleifar, lifandi smádýr eða bakteríur. Rykmýið er mikilvæg fæða fyrir fiska. Stærsta rykmýstegund á Íslandi er stóra toppflugan (Chironomus islandicus). Lirfur eru hárauðar á litinn og lifa oftast niðurgrafnar í botnseti stöðuvatna. Lirfurnar eru svona rauðar vegna blóðrauðans (haemoglobin) sem hefur mikla sækni í súrefni og það gerir lirfunum kleift að lifa við aðstæður þar sem súrefni er af skornum skammti.

Heimild

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.