Flugslysið í Ljósufjöllum
Flugslysið í Ljósufjöllum var flugslys sem varð 5. apríl 1986 um klukkan 13:26 er Piper PA-23-250 Aztec vél Flugfélagsins Ernis, TF-ORM, brotlenti í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi.[1] Flugvélin var í leiguflugi frá Ísafirði til Reykjavíkur og með henni voru sex farþegar, þar af hjón með 11 mánaða gamalt barn, ásamt flugmanni.[2] Talið er að flugvélin hafi lent í niðurstreymi og steypst niður í hlíðar Ljósufjalla, suður af Sóleyjardal. Flak vélarinnar fannst í norðurhlíðum Ljósufjalla, í 700 metra hæð, rétt fyrir miðnætti sama dag. Menn frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík komust fyrstir á slysstað og voru þá þrír farþegar á lífi í flakinu en einn farþeginn lést í snjóbíl á leið niður af fjallinu.[3]
Slysið var eitt það mannskæðasta í flugsögu Íslands[4][5] og leiddi af sér breytingar á reglugerðum og vinnubrögðum til að auka flæði veðurupplýsinga til flugmanna.[6]
Eftirmálar
breytaÞremur dögum eftir slysið, tók Morgunblaðið viðtal við Pálmar Gunnarsson, sem lifði slysið af við illan leik en missti eiginkonu sína og kornabarn í slysinu.[7] Viðtalið við hann olli talsverðu fjaðrafoki og fékk Morgunblaðið og læknar á Borgarspítalanum sem leyfðu það talsverða gagnrýni fyrir.[8][9]
Niðurstaða rannsóknar Flugslysanefndar og Flugmálastjórnar var að flugvélin hafi lent í niðurstreymi sem leiddi til þess að hún hrapaði í hlíðum Ljósufjalla. Hún komst einnig að þeirri niðurstöðu að hluti orsakarinnar hafi verið flugmaðurinn hafi verið með ófullnægjandi veðurfarsupplýsingar af svæðinu.[10] Það leiddi af sér breytingar í reglugerðum og verklagi til að auka flæði uppfærðra veðurspáa á milli flugmanna og Veðurstofu Íslands. Það leiddi einnig af sér endurskoðun á aðgerðarskrám flugmanna, bæklingum og öðru fræðandi efni sem gefið var út af Flugmálastjórn og notað við kennslu flugmanna.[6]
Eftirmálar slysins ollu einnig deilum í landinu vegna reglugerðar ríkisins vegna bóta til farþega en bætur fyrir flugslys voru 47 sinnum minni en einstaklingur í fólksflutningabílslysi gæti fengið.[11]
Þessir tveir lifðu slysið af:
- Pálmar Gunnarsson, 36 – lögreglumaður á Ísafirði.[7]
- Kristján Jón Guðmundsson, 29 – knattspyrnumaður hjá Fylkir.[12][13][14][15]
Þessi fimm létust í slysinu:
- Smári Ferdinandsson, 34 – flugmaður[16]
- Auður Erla Albertsdóttir, 26 – unnusta Pálmars móðir Erlu Bjarkar[16]
- Erla Björk Pálmarsdóttir, 11 mánaða – dóttir Auðar Erlu og Pálmars[16]
- Kristján Sigurðsson, 49 – bóndi og faðir leikarans Víkings Kristjánssonar[16][17]
- Sigurður Auðunsson, 56 – efnahagsráðgjafi[16]
Sjá einnig
breytaTengt efni
breyta- Skýrsla Flugslysanefndar
- Þriggja þátta útvarpsþáttaröð um slysið. RÚV.
- Bókin Útkall - Ofviðri í Ljósufjöllum eftir Óttar Sveinsson.
Heimildir
breyta- ↑ „Tveir komust lífs af“. Tíminn. 8. apríl 1986. Sótt 22. maí 2018.
- ↑ „Þrýsti barninu að mér og reyndi að verja konuna mína“. Morgunblaðið. 9. apríl 1986. Sótt 22. maí 2018.
- ↑ „Ísing og niðurstreymi orsök flugslyssins?“. Dagblaðið Vísir. 7. apríl 1986. Sótt 22. maí 2018.
- ↑ „Sjöunda mesta slys íslenskrar flugsögu“. Dagblaðið Vísir. 8. apríl 1986. bls. 2. Sótt 19. júní 2021.
- ↑ Arnar Þór Ingólfsson (12. júní 2019). „Fyrsta banaslysið í flugi frá 2015“. Morgunblaðið. Sótt 19. júní 2021.
- ↑ 6,0 6,1 „1,5 millj. til að auka upplýsingar milli Veðurstofu og flugmanna“. Morgunblaðið. 17. febrúar 1987. bls. 4. Sótt 11. febrúar 2022.
- ↑ 7,0 7,1 „Þrýsti barninu að mér og reyndi að verja konuna“. Morgunblaðið. 9. apríl 1986. Sótt 19. júní 2021.
- ↑ „Trúin og bænin hafa veitt mér hugarró og hjálp“. Morgunblaðið. 24. apríl 1986. bls. 40–41. Sótt 19. júní 2021.
- ↑ Þorbjörg Magnúsdóttir. „Blaðamenn eiga ekki erindi við slasaða“. Morgunblaðið. bls. 4. Sótt 19. júní 2021.
- ↑ Jón Birgir Pétursson (19. febrúar 1987). „Veðurstofan ein hafði réttu upplýsingarnar um hvernig veðrið í rauninni var“. Vestfirska Fréttablaðið. bls. 7. Sótt 11. febrúar 2022.
- ↑ „Löggjafinn viðheldur smánarbótum“. Helgarpósturinn. 17. júní 1987. bls. 1, 7–9. Sótt 11. febrúar 2022.
- ↑ „Mér hefði líklega blætt út, ef kuldinn hefði ekki verið svona mikill“. Morgunblaðið. 22. október 1986. bls. 24–25. Sótt 19. júní 2021.
- ↑ Huldar Breiðfjörð (22. desember 2011). „Hef alltaf verið flughræddur“. Bæjarsins Besta. bls. 14–15. Sótt 19. júní 2021.
- ↑ „Löggjafinn viðheldur smánarbótum“. Helgarpósturinn. 17. júní 1987. bls. 7–9. Sótt 21. júní 2021.
- ↑ „Kristján úr leik“. Þjóðviljinn. 8. apríl 1986. bls. 9. Sótt 21. júní 2021.
- ↑ 16,0 16,1 16,2 16,3 16,4 „Þau sem fórust með TF-ORM“. Morgunblaðið. 8. apríl 1986. bls. 56. Sótt 21. júní 2021.
- ↑ „Missti föður sinn í flugslysinu í Ljósufjöllum“. Bæjarins Besta. 7. nóvember 2013. bls. 16–17. Sótt 21. júní 2021.