Fimmstjörnuhreyfingin
Fimmstjörnuhreyfingin (Ítalska: Movimento 5 Stelle; [moviˈmento ˈtʃiŋkwe ˈstelle], eða M5S) er ítalskur stjórnmálaflokkur stofnaður árið 2009 af vinsælum grínista og vefrýni. Hugmyndafræðilegan grunn flokksins má rekja til vistfræði, lýðhyggju og andkerfisstefnu sem stuðlar að beinni þátttöku borgaranna í stjórnun opinberra mála með stafrænu lýðræði. Flokkurinn er stærsti flokkurinn á ítalska þinginu og hefur átt sæti í ríkistjórn landsins.
Fimmstjörnuhreyfingin Movimento 5 Stelle | |
---|---|
Forseti | Giuseppe Conte |
Stofnár | 2009 |
Stofnendur | Beppe Grillo og Gianroberto Casaleggio |
Höfuðstöðvar | Via Nomentana 257, Róm, Ítalíu |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Lýðhyggja, andkerfisstefna, beint lýðræði, rafrænt lýðræði, náttúruverndarhyggja |
Einkennislitur | Gulur |
Sæti á fulltrúadeild | |
Sæti á öldungadeild | |
Sæti á Evrópuþinginu | |
Vefsíða | movimento5stelle.eu |
Saga og forysta
breytaFlokkurinn var stofnaður þann 4. október árið 2009 af Beppe Grillo, vinsælum grínista og bloggara, og vefrýninum Gianroberto Casaleggio.[1] Eftir dauða Casaleggios í apríl árið 2016 útnefndi Grillo framkvæmdastjórn fimm þingmanna (Alessandro Di Battista, Luigi Di Maio, Roberto Fico, Carla Ruocco og Carlo Sibilia)[2] sem stjórnaði flokknum fram í október, en þá leysti Grillo það upp og lýsti sjálfan sig „pólitískan leiðtoga“ Fimmstjörnuhreyfingarinnar.[3] Formlega er hann einnig forseti sambands sem gengur undir nafninu Fimmstjörnuhreyfingin. Grillo sjálfur hefur kallað sjálfan sig „popúlista“ á ögrandi hátt.[4] Frændi hans, Enrico Grillo, er varaforseti og endurskoðandi hans, Enrico Maria Nadasi, er aðalritari. Davide Casaleggio, sonur Gianrobertos, hefur einnig gegnt sífellt mikilvægara en óformlegu hlutverki.[5][6][7]
Stefna
breytaHugmyndafræðilegan grunn flokksins má rekja til vistfræði, lýðhyggju og andkerfisstefnu. Flokknum hefur verið lýst sem andkerfissinnuðum[8][9] lýðhyggjuflokki[10][8] hlynntum óhefbundinni alþjóðahyggju[11] með sterka gagnrýni á Evrópusambandið og þátttöku í myntsamstarfi Evrópuríkja.[12] Áhersla er á náttúruvernd[13] í stefnu flokksins.[14]
Hugmyndafræðilega og skipulagslega hefur flokknum verið líkt við Norður-Evrópska pírataflokka, bandarísku Occupy-mótmælahreyfinguna og hina spænsku Indignados hreyfingu.[15]
Flokkurinn hefur verið hluta af bylgju almennrar óánægju með hefðbundnar samfélagsstofnanir sem riðið hefur yfir Vesturlönd á síðasta áratug. Stofnandinn Beppe Grillo, fagnaði mjög sigri Donalds Trump í forsetakosningunum Bandaríkjanna sem sigri yfir „frímúrurunum, stóru bönkunum og Kínverjunum“[16]
Flokknum hefur verið lýst sem hægriflokki og hluta af „nýja hægrinu“[17] vegna andstöðu við innflytjendur. Hann styður þó ýmis málefni sem jafnan eru bendluð við vinstripólitík á Ítalíu, til dæmis áherslur á borgaralaun og umhverfisvernd.[18]
Flokksmenn leggja áherslu á að Fimmstjörnuhreyfingin sé ekki stjórnmálaflokkur heldur fremur „hreyfing“ og ætti hvorki að flokkast sem vinstri- eða hægriflokkur. „Fimm stjörnurnar“ sem flokkurinn kennir sig við vísa til fimm meginmálefna hans: Uppbyggingu opinberra vatnsveitna, sjálfbærra samgangna, sjálfbærrar þróunar, réttarins að Netaðgengi og umhverfisverndar.
Í pólitískri orðræðu flokksmanna er oft vísað til Netsins sem lausnar á mörgum félagslegum, efnahagslegum og umhverfisvandamálum.[19] Flokkurinn segist vilja stuðla að beinni þátttöku borgaranna í stjórnun opinberra mála með stafrænu beinu lýðræði.[20][14] Hreyfingin vill vera „lýðræðisleg fundur utan flokks- og félagatengsla og án milligöngu tilskipunar- eða fulltrúasamtaka, sem viðurkenna fyrir alla Net-notendur hlutverk stjórnvalda og stefnu sem venjulega er kennd við hina fáu“.[21]
Frá efnahagslegu sjónarhorni hafa forvígismenn hreyfingarinnar talað gegn áherslum á hagvöxt, stutt sköpun „grænna starfa“ og hafnað mengandi og kostnaðarsamra „stórverkefna“, þar með talið byggingu stórtækrar sorpbrennslu og lagningu háhraðalesta, sem miðar að betri gæðum líf og aukið félagslegt réttlæti.[22]
Framanaf hvatti flokkurinn til afnáms opinberra styrkja til stjórnmálaflokka,[23] niðurskurð í framleiðslu og neyslu[24] og friðarhyggju.[25] Flokkurinn hefur gagnrýnt hernaðarinngrip vesturveldanna í Miðausturlöndum, þar á meðal í Afganistan og Írak,[26] Líbíu og í sýrlensku borgarastyrjöldina.[27]
Árangur í kosningum
breytaÍ ítölsku þingkosningunum árið 2013 hlaut Fimmstjörnuhreyfingin flest atkvæði af öllum flokkum á fulltrúadeild þingsins.[28] Þingmenn þeirra urðu þó aðeins 109 af 630 þar sem hreyfingin hafði neitað að ganga í kosningabandalag. Ef flokkurinn hefði tekið þátt í kosningabandalagi hefði hann verið í þriðja sæti í kosningunum.[29]
Árið 2016 voru tveir meðlimir hreyfingarinnar, Virginia Raggi[30] og Chiara Appendino, kjörnir borgarstjórar Rómar og Tórínó. 21-22. september 2017 var Luigi Di Maio, varaforseti fulltrúaþingsins, kjörinn „pólitískur leiðtogi“ hreyfingarinnar með 82% atkvæða. Hann tók við embættinu af Grillo en ekki sem „trúnaðarmaður“ flokksins.[31][32]
Í janúar árið 2018 skildi Grillo bloggsíðu sína frá opinberri síðu hreyfingarinnar. Bloggsíða hans hafði áður verið notuð sem veftímarit Fimmstjörnuhreyfingarinnar og áróðurstæki þeirra.[33] Í ágúst 2021 var Giuseppe Conte formlega kjörinn forseti Fimmstjörnuhreyfingarinnar.[34]
Í ítölsku þingkosningunum árið 2018 varð Fimmstjörnuhreyfingin stærsti flokkurinn á ítalska þinginu og myndaði ríkisstjórn ásamt Norðurbandalaginu.[35] Árið 2019 rifti Matteo Salvini, formaður bandalagsins, samstarfinu við Fimmstjörnuhreyfinguna. Í kjölfarið kusu meðlimir hreyfingarinnar að mynda nýja ríkisstjórn í samstarfi við ítalska Lýðræðisflokkinn.[36] Frá febrúar 2021 hefur Fimmstjörnuhreyfingin setið í þjóðstjórn ásamt Lýðræðisflokknum, Norðurbandalaginu og fleiri flokkum undir forsæti Mario Draghi.[37]
Alþjóðasamstarf
breytaFimmstjörnuhreyfingin hefur verið mjög gagnrýni á Evrópusambandið og þátttöku í myntsamstarfi Evrópuríkja. Þingmenn hreyfingarinnar á Evrópuþinginu hafa verið meðlimir í þingmannahópi Flokki frelsis og beins lýðræðis (EFDD) sem er mjög andsnúið Evrópusamvinnu. Þar hafa þeir starfað með breska Sjálfstæðisflokknum (UKIP) og ýmsum harðlínu hægriflokkum. Árið 2017 kusu meðlimir Fimmstjörnuhreyfingarinnar að ganga til liðs við Bandalag frjálslyndra og demókrata á Evrópuþinginu (ALDE) en flokknum var neitað um aðild[38] og því er Fimmstjörnuhreyfingin enn hluti af EFDD-flokknum.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Notizie in due minuti“. Corriere della Sera. 5. ágúst 2018. bls. 64. Sótt 27. maí 2018.
- ↑ "M5S supporters give thumbs up to Grillo directorate" og "Grillo è 'stanchino', nomina direttorio. Partito insorge" (28 novembre 2014). ANSA. Skoðað 5. ágúst 2018.
- ↑ „Svolta di Grillo: "Sono il capo politico"“. Il Sole 24 Ore.
- ↑ „Grillo, confessione a eletti M5S: 'Finzione politica l'impeachment di Napolitano'“. Il Fatto Quotidiano. Sótt 14. maí 2015.
- ↑ Di martedì 19 aprile 2016 (19. apríl 2016). „Chi comanda ora nel Movimento 5 Stelle? Il ruolo di Davide Casaleggio“. Polisblog. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 júní 2018. Sótt 18. apríl 2017.
- ↑ Altri articoli dalla categoria (21. september 2016). „M5s, la prima volta di Davide Casaleggio“. la Repubblica. Sótt 18. apríl 2017.
- ↑ „Il nuovo regolamento M5S e il ruolo di Davide Casaleggio nelle espulsioni“. neXtQuotidiano. 26. september 2016. Sótt 18. apríl 2017.
- ↑ 8,0 8,1 Donatella M. Viola (2015). „Italy“. Í Donatella M. Viola (ritstjóri). Routledge Handbook of European Elections. Routledge. bls. 113.
- ↑ *Guy Dinmore. „Italy's Beppe Grillo battles to sustain anti-establishment message“. Financial Times.
- Walter Kickert; Tiina Randma-Liiv (2015). Europe Managing the Crisis: The Politics of Fiscal Consolidation. Routledge. bls. 263.
- James Mackenzie (29. nóvember 2014). „'Tired' Grillo overhauls leadership of Italy's 5-Star Movement“. Reuters. Afrit af upprunalegu geymt þann 20 október 2015. Sótt 14. maí 2015.
- Andrew Gamble; William Brett; Jacek Tomkiewicz (2014). „The Political Economy of Change in a Time of Political Crisis“. Í John Eatwell; Pascal Petit; Terry McKinley (ritstjórar). Challenges for Europe in the World, 2030. Ashgate Publishing, Ltd. bls. 313.
- ↑ *„Greece 'leaves behind the austerity that ruined it,' party leader vows after vote“. CNN. 25. janúar 2015. Sótt 2. janúar 2015.
- Maria Elizabetta Lanzone (2014). „The "post-modern" populism in Italy: The case of the Five Star Movement“. Í Dwayne Woods; Barbara Wejnert (ritstjórar). Many Faces of Populism: Current Perspectives. Emerald Group Publishing.
- Paul Rowinski (2013). „Euroscepticism in the Berlusconi and Murdoch Press“. Í Alec Charles (ritstjóri). Media/Democracy: A Comparative Study. Cambridge Scholars Publishing. bls. 77.
- John Foot (2014). Modern Italy. Palgrave Macmillan. bls. 223–226.[óvirkur tengill]
- Emilie van Haute; Anika Gauja, ritstjórar (2015). „List of party names and abbreviations“. Party Members and Activists. Routledge. bls. 18.
- ↑ Davide Torsello (2013). The New Environmentalism?: Civil Society and Corruption in the Enlarged EU. Ashgate Publishing, Ltd. bls. 130.
- ↑ *Tom Lansford, ritstjóri (2013). Political Handbook of the World 2013. SAGE Publications. bls. 716.
- Michael Day (22. febrúar 2013). „Italian election: Surge in popularity for eurosceptic protest party headed by stand-up comedian Beppe Grillo raises fears in EU - Europe - World“. The Independent. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. september 2015. Sótt 14. maí 2015.
- Munir Hussain (2016). The European Union: On the Verge of Global Political Leadership. Springer. bls. 96.
- Ann-Catherine Jungar (2018). „Repercussions of right-wing populism for European integration“. Í Ulf Bernitz; Moa Mårtensson; Thomas Persson; Lars Oxelheim (ritstjórar). Bridging the Prosperity Gap in the EU: The Social Challenge Ahead. Edward Elgar Publishing. bls. 60.
- ↑ John Hooper. „Parliamentary gridlock in Italy as Five Star Movement refuses to make deal“. The Guardian. Sótt 14. maí 2015.
- ↑ 14,0 14,1 Wolfram Nordsieck (2018). „Italy“. Parties and Elections in Europe.
- ↑ Snið:Cita pubblicazione
- ↑ „Morgunblaðið - ViðskiptaMogginn (08.12.2016) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 15. júlí 2022.
- ↑ Hiroshi Shiratori (2016). „Cost of Democracy: Changing Aspects of Modern Democracy“. Í Hideko Magara (ritstjóri). Policy Change Under New Democratic Capitalism. Taylor & Francis. bls. 48.
- ↑ Paolo Gerbaudo (2014). „Populism 2.0: Social media activism, the generic Internet user and interactive direct democracy“. Í Daniel Trottier; Christian Fuchs (ritstjórar). Social Media, Politics and the State: Protests, Revolutions, Riots, Crime and Policing in the Age of Facebook, Twitter and YouTube. Routledge. bls. 76–77.
- ↑ Ballatore, Andrea; Natale, Simone (1. janúar 2014). „The Web Will Kill Them All: New Media, Digital Utopia, and Political Struggle in the Italian 5-Star Movement“ (PDF). Media, Culture & Society. 36 (1): 105–121. doi:10.1177/0163443713511902. ISSN 0163-4437. S2CID 73517559.
- ↑ „The Citizen in Power“. Beppegrillo.it. Afrit af upprunalegu geymt þann 23 mars 2013. Sótt 18. júní 2013.
- ↑ The 5 Star MoVement between Utopia and reality Geymt 28 september 2017 í Wayback Machine. Beppe Grillo's Blog (2011-06). Retrieved 3 January 2014.
- ↑ Schiavazzi, Vera (20. ágúst 2012). „La Fiom strizza l'occhio ai grilliniL'idea: fare una lista degli scontenti“. La Repubblica.
- ↑ „Zero-Cost Politics“. Beppegrillo.it. Afrit af upprunalegu geymt þann 5 janúar 2014. Sótt 25. júní 2014.
- ↑ Redazione La Fucina (20. nóvember 2013). „La denuncia di Latouche: "Vogliono delegittimare Grillo e il M5S"“. Lafucina.it. Afrit af upprunalegu geymt þann 19 október 2014. Sótt 25. júní 2014.
- ↑ „Grillo, il Movimento 5 stelle, e la Nonviolenza“. Pressenza.com. Sótt 25. júní 2014.
- ↑ „Processo per l'Iraq“. Beppegrillo.it. 18. ágúst 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 8 júlí 2014. Sótt 25. júní 2014.
- ↑ „La Siria e "l'ora delle decisioni"“. Beppegrillo.it. 27. ágúst 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 17 október 2014. Sótt 25. júní 2014.
- ↑ „Risultato elezioni 2013: con i voti degli italiani all'estero il Pd è il primo partito alla Camera“. The Huffington Post. 21. mars 2013. Sótt 8. júní 2015.
- ↑ „::: Ministero dell'Interno ::: Archivio Storico delle Elezioni - Camera del 24 Febbraio 2013“. elezionistorico.interno.it.
- ↑ Rosie Scamell (20. júní 2016). „Anti-establishment candidates elected to lead Rome and Turin“. The Guardian. Sótt 20. júní 2016.
- ↑ „M5s, Di Maio eletto candidato premier e nuovo capo politico. Ma alle primarie votano solo in 37 mila“. la Repubblica. 23. september 2017.
- ↑ Imarisio, Marco. „Movimento 5 Stelle: l'incoronazione gelida. E Di Maio promette a tutti "disciplina e onore"“. Corriere della Sera.
- ↑ „Il blog di Beppe Grillo è cambiato“. il Post. 23. janúar 2018.
- ↑ M5S, Conte eletto presidente col 93% di sì: "Ce la metterò tutta per non deludervi". Con lui 5 vice. Ecco chi ci sarà nella sua squadra al comando, la Repubblica
- ↑ Ian Bremmer (18. maí 2018). „Five Things to Know About Italy's Populist Coalition Government“. Time. Sótt 4. júlí 2018.
- ↑ „Ný ríkisstjórn komin á koppinn á Ítalíu“. Vísir. 3. september 2019. Sótt 3. september 2019.
- ↑ „Draghi verður forsætisráðherra Ítalíu“. mbl.is. 12. febrúar 2021. Sótt 13. febrúar 2021.
- ↑ „M5s, Parlamento Ue: salta il passaggio a eurogruppo Alde. Verhofstadt: "Poche garanzie"“. la Repubblica. 9. janúar 2017. Sótt 18. apríl 2017.