Fáni Austur-Þýskalands

Fáni Þýska alþýðulýðveldisins (Austur-Þýskaland) var svart, rauð og gulröndóttur og með skjaldarmerki ríkisins í miðju. Fáninn var tekinn í notkun 1. október 1959[1] og var opinber fáni ríkisins þar til Austur- og Vestur-Þýskaland voru sameinuð 3. október 1990. Hlutföll fánans voru 3:5.

Fáni Þýska alþýðulýðveldisins 1959-1990
Fáni Þýska alþýðulýðveldisins 1949-1959

Þegar Þýska alþýðulýðveldið var stofnað 7. október 1949 tók það upp sama svart, rauð og gulröndótta fána og notaður hafði verið í Weimar-lýðveldinu.[2][3] Fánar þýsku ríkjanna tveggja, Austur- og Vestur-Þýskaland, voru því nákvæmlega eins í nokkur ár. Árið 1955 tók Austur-Þýskaland upp nýtt skjaldarmerki og árið 1959 var fánanum breytt á þann veg að skjaldarmerkið var sett í miðju fánans.[4] Í skjaldarmerkinu veru myndir af hamari, sirkli og kornaxi, tákn verkamanna, menntamanna og bænda.

Notkun austur-þýska fánans var bönnuð í Vestur-Þýskalandi.

Tengt efniBreyta

TilvísanirBreyta