Esslingen
Esslingen er borg í sambandslandinu Baden-Württemberg í Þýskalandi. Íbúar eru 89 þúsund (31. desember 2013). Borgin er helst þekkt fyrir margar gamlar byggingar í miðborginni.
Esslingen | |
---|---|
Sambandsland | Baden-Württemberg |
Flatarmál | |
• Samtals | 46,42 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 241 m |
Mannfjöldi (2013) | |
• Samtals | 89.242 |
• Þéttleiki | 1.922/km2 |
Vefsíða | www.esslingen.de Geymt 16 júní 2012 í Wayback Machine |
Lega
breytaEsslingen liggur við ána Neckar, rétt suðaustan við Stuttgart. Borgirnar eru því sem næst samvaxnar.
Orðsifjar
breytaBorgin hét áður Ezelingin og Ezelingas. Það er dregið af mannanafninu Azzilo. Fullt heiti borgarinnar í dag er Esslingen am Neckar.
Skjaldarmerki
breytaSkjaldarmerki borgarinnar er svartur örn á gulum grunni. Örninn er merki ríkisins. Innan í honum er lítill tvílita skjöldur, grænn og rauður, með bókstöfunum C og E, en þeir standa fyrir Civitas Esslingensis, heiti borgarinnar á latnesku. Skjaldarmerki þetta kom fram 1219, en elsta mynd af því er frá 1232, reyndar bara af erninum. Litla skildinum var bætt við seinna. Bókstöfunum var bætt við á 17. öld.
Saga Esslingen
breyta- 777 e.Kr. kom Esslingen fyrst við skjöl, en þá var þar klaustur.
- 784 voru líkamsleifar píslarvottarins Vítalis fluttar til klaustursins og var það upphafið að því að Esslingen varð að pílagrímsstað.
- 1181 gerði keisarinn Friðrik Barbarossa Esslingen að ríkisborg.
- 1246 börðust borgarbúar með Staufen-ættinni í orrustu við Frankfurt. Það markaði 100 ára ófrið við Württemberg.
- 1448-1454 átti borgin í stríði við greifann Ulrich V. frá Württemberg vegna tollamála.
- 1519 átti sér stað síðasta orrustan milli Esslingen og Württemberg. Esslingen tekur að hnigna.
- 1526 hófust siðaskiptin í borginni, en frá 1551 var borgin tvískipt milli trúarbragðanna.
- Í 30 ára stríðinu (1618-48) dó helmingur íbúanna úr hungri eða sjúkdómum. Við friðarsamningana í Vestfalíu missti borgin fríborgarstatus sitt.
- 1688 hertóku Frakkar (Mélac hershöfðingi) borgina í erfðastríðinu í Pfalz.
- 1701 geysaði stórbruni í borginni sem eyddi stórum hluta hennar.
- 1802 var borgin innlimuð í Württemberg að tilstuðlan Frakka.
- 1845 fékk borgin járnbrautartengingu í línunni Ludwigsburg – Stuttgart – Esslingen.
- 1918 kom til mikilla óeirða í borginni. Kommúnistar tóku þá völdin og voru ekki hraktir burt fyrr en að ári.
- 1945 hertóku bandarískar herdeildir borgina, sem slapp við allar loftárásir. Hún varð hluti af bandaríska hernámssvæðinu.
Myndasafn
breyta-
Gamla ráðhúsið er frá 1420
-
Glæsihúsið Kielmayerhaus í miðborginni
-
Íbúðarhús á Pliesenau-brúnni
-
Schelztor er gamalt borgarhlið
-
Kirkja heilags Díónýsíusar í miðborginni
-
Feiti turninn (Dicker Turm) var hluti af gömlu borgarmúrunum
-
Glæsihúsið Speyrer Zehnthof í miðborginni
-
Aðalmarkaðstorgið
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Esslingen am Neckar“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2010.