Rampla Juniors Fútbol Club eða Rampla Juniors er úrúgvæskt knattspyrnulið frá Montevídeó, stofnað þann 7. janúar árið 1914. Gullöld félagsins var á þriðja áratug tuttugustu aldar þegar það vann sinn fysta og eina úrúgvæska meistaratitil.

Rampla Juniors Fútbol Club
Fullt nafn Rampla Juniors Fútbol Club
Gælunafn/nöfn Ramplenses
Stytt nafn Rampla Juniors
Stofnað 1914
Leikvöllur Estadio Olímpico, Montevideo
Stærð 6 000
Stjórnarformaður Isabel Peña
Knattspyrnustjóri Javier Benia
Deild 2. deild
2023 6. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Rampla Juniors var stofnað árið 1914 og segir sagan að stofnendurnir hafi valið einkennisliti sína, rauðan og grænan, eftir fána á ítölsku skipi sem átti leið um höfnina í Montevídeó. Félagið átti snemma góðu gengi að fagna og komst í efstu deild úrúgvæsku deildarkeppninnar árið 1922. Árið 1927, þegar keppnin var endurvakin eftir rúmlega árs hlé, varð Rampla Juniors meistari í fyrsta sinn. Það reyndist eini meistaratitill félagsins í sögunni. Í meistaraliðinu var markvörðurinn Enrique Ballesteros sem var eini leikmaður þess í landsliðshópi Úrúgvæ sem sigraði á HM 1930.

Á sjöunda áratugnum tóku stuðningsmenn Rampla Juniors þátt í að byggja nýjan heimavöll félagsins. Vinnusvæðið minnti á grjótnámu og fengu stuðningsmennirnir í kjölfarið viðurnefnið The Flinstones.

Í seinni tíð hefur Rampla Juniors lengst af verið í neðri deildum úrúgvæsku deildarkeppninnar og sýnt fá merki þess að endurreisa gullöldina frá þriðja áratugnum.

Titlar

breyta

Úrúgvæskur meistari (1): 1927