Edmund Husserl
Edmund Gustav Albrecht Husserl (8. apríl 1859, Prostějov – 26. apríl 1938, Freiburg) var þýskur heimspekingur, sem er þekktur sem „faðir“ fyrirbærafræðinnar.
Vestræn heimspeki Heimspeki 20. aldar | |
---|---|
Nafn: | Edmund Gustav Albrecht Husserl |
Fæddur: | 8. apríl 1859, Prostějov (í Tékkóslóvakíu, þá í Austurríki-Ungverjalandi) |
Látinn: | 26. apríl 1938 (79 ára) (í Freiburg í Þýskalandi) |
Skóli/hefð: | Meginlandsheimspeki, fyrirbærafræði |
Helstu viðfangsefni: | þekkingarfræði, stærðfræði |
Markverðar hugmyndir: | Noema, Noesis |
Áhrifavaldar: | Franz Brentano, Carl Stumpf |
Hafði áhrif á: | Eugen Fink, Kurt Gödel, Martin Heidegger, Maurice Merleau-Ponty, Jean-Paul Sartre, Edith Stein |
Husserl fæddist inn í gyðingafjölskyldu í Prostějov (Prossnitz) í Moravíu í Tékkóslóvakíu (sem var þá hluti af Austurríki-Ungverjalandi). Hann var nemandi Franz Brentano og Carl Stumpf en hafði síðar mikil áhrif á Edith Stein, Eugen Fink, Martin Heidegger, Jean-Paul Sartre og Maurice Merleau-Ponty meðal annarra. Árið 1887 gerðist hann kristinn mótmælandi. Hann kenndi heimspeki í Halle frá 1887, þá í Göttingen sem prófessor frá 1901 og að lokum í Freiburg im Breisgau frá 1916 til 1928 þegar hann settist í helgan stein. Hann hélt þó áfram að fást við og skrifa um heimspeki og nota bókasafnið í Freiburg þar til honum var meinað að gera það vegna gyðinglegs uppruna síns.
Helstu ritverk
breyta- 1887. Über den Begriff der Zahl. Psychologische Analysen.
- 1891. Philosophie der Arithmetik. Psychologische und logische Untersuchungen.
- 1900. Logische Untersuchungen. Erste Teil: Prolegomena zur reinen Logik.
- 1901. Logische Untersuchungen. Zweite Teil: Untersuchungen zur Phänomenologie und Theorie der Erkenntnis.
- 1911. Philosophie als strenge Wissenschaft.
- 1913. Ideen zu einer reinen Phänomenologie und phänomenologischen Philosophie. Erstes Buch: Allgemeine Einführung in die reine Phänomenologie.
- 1928. Vorlesungen zur Phänomenologie des inneren Zeitbewusstseins.
- 1929. Formale und transzendentale Logik. Versuch einer Kritik der logischen Vernunft.
- 1931. Mèditations cartèsiennes.
- 1936. Die Krisis der europäischen Wissenschaften und die transzentale Phänomenologie: Eine Einleitung in die phänomenologische Philosophie.