EV15 Rínarleiðin
EV15 Rínarleiðin er 1.230 km löng EuroVelo-hjólaleið meðfram Rínarfljóti frá upptökunum við Andermatt í Sviss að ósum árinnar við Hoek van Holland í Hollandi. Leiðin liggur um fjögur lönd, Sviss, Frakkland, Þýskaland og Holland.
Leiðin
breyta- Sviss: Leiðin liggur 390 km um Andermatt, Disentis, Chur, Rorschach, Schaffhausen, Zurzach og Basel.
- Frakkland: Leiðin liggur um Huningue, Ottmarsheim, Neuf-Brisach, Marckolsheim, Erstein, Eschau, Strassborg, La Wantzenau, Gambsheim, Drusenheim, Sessenheim, Rœschwoog, Seltz, Munchhausen, Mothern og Lauterbourg.
- Þýskaland: Önnur leið til Karlsruhe liggur eftir eystri bakka árinnar Þýskalandsmegin. Frá Karlsruhe liggur leiðin um Speyer, Ludwigshafen, Mannheim, Worms, Oppenheim, Mainz, Wiesbaden, Bingen, Rüdesheim, Boppard, Koblenz, Andernach, Bonn, Köln, Düsseldorf, Duisburg, Xanten og Emmerich am Rhein.
- Holland: Leiðin liggur um nokkrar LF-leiðir og fer í gegnum Millingen aan de Rijn, Arnhem, Utrecht, Rotterdam og Hoek van Holland.
Myndir
breyta-
Skilti í Frakklandi.
-
Vegvísir í Þýskalandi.
-
Milli Worms og Mainz.
-
Rijndeltaroute í Hollandi.