Lauterbourg

sveitarfélag í Frakklandi

Lauterbourg er bær í umdæminu Bas-Rhin í héraðinu Alsace-Champagne-Ardenne-Lorraine í norðausturhluta Frakklands þar sem áin Lauter rennur út í Rínarfljót. Bærinn stendur við landamærin að Þýskalandi nálægt þýsku borginni Karlsruhe. Lauterbourg er austasti bær meginlandshluta Frakklands. Íbúar eru um 2000.

Höfuðgatan í Lauterbourg.
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.