Svartþorskur

(Endurbeint frá Drungi)

Svartþorskur einnig nefndur Drungi (fræðiheiti: Anoplopoma fimbria) er botnfiskur af drungaætt en hún inniheldur aðeins eina aðra tegund, Erilepis zonifer. Jafnfram er hann eina tegundin af ættkvíslinn anoplopoma. Svartþorskar eru sérstaklega góðir til matreiðslu vegna mikillar fitu og eru hátt verðlagðir út af mjög ríku og mjúku bragði og einstakri silkimjúkri áferð.

Svartþorskur
Svartþorsku (Anoplopoma fimbria)
Svartþorsku (Anoplopoma fimbria)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Brynvangar (Scorpaeniformes)
Ætt: Drungaætt (Anoplopomatidae)
Ættkvísl: Anoplopoma
Tegund:
A. fimbria

Tvínefni
Anoplopoma fimbria

Lýsing breyta

Svartþorskurinn er ílangur, dökkgrár að lit með hvítann maga, hold þeirra er perluhvítt og roðið dökkt. Hann er með tvo bakugga og tvo kviðugga, getur orðið allt að 115 cm að lengd og vegið 25 kíló. Meðalstærð svartþorsksins er þó um 70 cm og 3,7 kíló[1].

Svarþorskar eru langlífir en þeir geta orðið allt að 90 ára gamlir. Þegar þeir hafa náð kynþroska hrygna þeir árlega. Þeir leggja um 110 egg á hvert gramm, svo að meðalstór svartþorskur leggur um 407.000 egg. Hrygning fer fram í djúpsjó á um 300-500 metra dýpi, í köldum sjó og fer því hrygningartíminn eftir staðsetningu, en oftast er hann þó í janúar-febrúar eða í apríl[2]. Eggin þeirra eru slétt og um það bil 2 mm í þvermál. Þau þróast hratt á dýpi sjávar en seiðin má finna á yfirborðinu, oft fljótandi þar um, eða í landi en þar liggja þau þangað til þau ná um 30-40 cm stærð. Um tveggja til þriggja ára aldur vegur ungur svartþorskur nálægt 1,4 kílóum og þá byrja þeir að flytja sig í dýpri sjó. 5 ára eru þeir síðan orðnir um 60 cm langir og karlmennirnir þroskaðir. Hrygnan verður svo fullþroskuð 6 og hálfs árs. Um það bil sem svartþorskarnir þroskast verða þeir færir um æxlun.

Lifnaðarhættir breyta

 

Svartþorskar finnast við strendur Norðaustur-Kyrrahafs allt frá Baja í Mexíkó og til Alaska. Í Norðvestur-Kyrrahafinu finnast þeir frá Síberíu í Beringshafi og til Komandorskíje-eyja í Rússlandi.

Fullorðnir svartþorskar eru botnfiskar og halda sig á sjávarbotni. Þeir finnast á 150 til 1500 metra dýpi, meðfram landgrunnshlíð í dölum eða fjörðum.

Fæða breyta

Svartþorskar ferðast mikið um, en rannsóknir hafa sýnt flutninga allt yfir 4000 kílómetra á 6-7 ára tímabili. Vegna þess þarf svartþorskurinn oft að aðlagast nýjum aðstæðum og borðar hann því nánast allt sem í boði er. Fæða hans fer mikið eftir staðsetningu, aldri og árstíma. Hún samanstendur af minni fiskum, smokkfiskum, kolkröbbum, krabbadýrum og ormum. Svartþorskarnir eru einnig étnir af öðrum dýrum og eru yngri fiskarnir oftast étnir af öðrum stærri fiskum en stærri svartþorskarnir étnir af búrhvölum [3].

Veiði á svartþorski breyta

Veiðum á svartþorski hefur verið stjórnað vel og er hann ekki ofveiddur. Nóg er af honum á Kyrrahafssvæðinu við Alaska og Kanada. Svartþoskurinn sem veiddur er við Alaska og Bresku Kólumbíu er álitinn besti kosturinn fyrir neytendur [4]. Svartþorskur er veiddur í djúpsjó út af strönd kyrrahafs. Hann er aðallega veiddur í línu, gildru eða net [5]. Afli Bandaríkjamanna árið 2012 var um 40 milljón pund, þar af 31 milljónir punda frá Alaska og restin frá Washington, Oregon og Kaliforníu. Verðið var að mestu frá 4-7 $ á hvert pund eftir stærð fisksins [6].

Fiskeldi breyta

Frá og með árinu 2010 er svartþorskur ekki hafður í fiskeldi í Bandaríkjunum. Hins vegar er hafið eldi á svartþorski í bresku Kólumbíu. Eldi á svartþorski vekur áhyggjur vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa, svo sem sjúkdómum, sníkjudýrum eða erfðafræðilegum ógnum við villtra stofna, eyðilegging umhverfis, heilsufarsáhætta fyrir neytendur og efnahagsleg áhrif á fiskiðnaðinn [7].

Markaðir, menning og afurðir breyta

 
Sashimi

Svartþoskur er verðmætur vegna af mjög ríku og mjúku bragði og einstakri, silkimjúkri áferð. Há fituprósenta veldur ríku bragði og einstarki áferð sem gerir fiskinn fullkominn til reykingar. Svartþorskur er stundum nefndur smjörfiskur vegna mikils smjörbragðs, en hann er mjög vinsæll um allan heim og hefur því mörg mismunandi nöfn. Svartþorskurinn er mikill eðalfiskur og finnst því á fínustu sjávaréttaveitingastöðum um allan heim. Mikið af svartþorskinum sem veiddur er í Bandaríkjunum og Kanada er seldur til Japan, þar sem hann er eftirsóttur og seldur háu verði í sushigerð[8]. Vegna þess hversu langlífur svartþorskurinn getur orðið í djúpum og köldum sjó, inniheldur hann mikið af fitu í formi omega-3 sem gerir hann að mjög hollum fisk. Af öllum hvítum fiskum, hefur svartþorskurinn hæsta omega-3 hlutfallið, jafnvel hærra en margar tegundir laxa [9].

Tilvísanir breyta

Heimildaskrá breyta