Sushi
Sushi er litríkur fiskréttur sem er upprunninn í Japan. Meginuppistaðan í sushi eru smágerð hrísgrjón, soðin og blönduð ediki og sykri, og hrátt sjávarfang (fiskur, rækjur, hrogn o.s.frv.). Sushi er oftar en ekki mikið augnayndi, og samanstendur af allavega litlum bitum, sem eru upprúllaðir eða hlaðnir, og nefnast þeir t.d.: nigri, maki og temaki. Sushi er borðað með sojasósu, wasabi og hráu engiferi, en það er notað til að hreinsa munninn milli bita. Hrár fiskurinn, sem notaður er í sushi, og sem stundum er borðaður sér, nefnist sashimi.