Edward Smith-Stanley, jarl af Derby
Edward George Geoffrey Smith-Stanley, 14. jarlinn af Derby (29. mars 1799 – 23. október 1869) var breskur stjórnmálamaður sem var þrisvar forsætisráðherra Bretlands. Hann var formaður breska Íhaldsflokksins lengur en nokkur annar, í um 22 ár. Til ársins 1834 var hann kallaður Edward Stanley og Stanley lávarður frá 1834 til 1851. Hann er einn af fjórum breskum forsætisráðherrum sem hafa gegnt embættinu í þrjú eða fleiri aðskilin skipti.[1] Hann var þó aðeins forsætisráðherra í þrjú ár og 280 daga samtals.
Jarlinn af Derby | |
---|---|
Forsætisráðherra Bretlands | |
Í embætti 23. febrúar 1852 – 17. desember 1852 | |
Þjóðhöfðingi | Viktoría |
Forveri | Jarlinn af Russell |
Eftirmaður | Jarlinn af Aberdeen |
Í embætti 20. febrúar 1858 – 11. júní 1859 | |
Þjóðhöfðingi | Viktoría |
Forveri | Jarlinn af Russell |
Eftirmaður | Vísigreifinn af Palmerston |
Í embætti 28. júní 1866 – 25. febrúar 1868 | |
Þjóðhöfðingi | Viktoría |
Forveri | Vísigreifinn af Palmerston |
Eftirmaður | Benjamin Disraeli |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 29. mars 1799 Knowsley Hall, Knowsley, Lancashire, Englandi |
Látinn | 23. október 1869 (70 ára) Knowsley Hall, Knowsley, Lancashire, Englandi |
Þjóðerni | Breskur |
Stjórnmálaflokkur | Íhaldsflokkurinn |
Maki | Emma Bootle-Wilbraham (g. 1825) |
Trúarbrögð | Enska biskupakirkjan |
Börn | Edward, Frederick, Emma |
Undirskrift |
Ríkisstjórnir
breytaDerby stofnaði minnihlutaríkisstjórn í febrúar árið 1852 eftir að Viggaríkistjórn Russell lávarðar sprakk. Í stjórninni var Derby forsætisráðherra og Benjamin Disraeli var fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin var kölluð „Hver? Hver?-stjórnin“ (Who? Who? ministry) því Derby neyddist til þess að ráða fjölmarga nýja og óreynda menn í hana vegna klofnings innan Íhaldsflokksins. Þegar nöfn ríkisstjórnarmeðlimanna voru lesin upp á lávarðadeild breska þingsins kallaði hinn aldurhnigni og heyrnarsljói Wellington lávarður hvað eftir annað: „Hver? Hver?“[2] Ríkisstjórnin entist ekki lengur en til desember sama árs, því þegar Disraeli kynnti fyrstu fjárlög sín fyrir þinginu reyndust þau svo óvinsæl að vantrauststillaga var strax samþykkt gegn stjórninni.
Derby stofnaði nýja minnihlutastjórn árið 1858 eftir að ríkisstjórn Palmerstons lávarðar hrundi. Disraeli varð aftur fjármálaráðherra. Þessi ríkisstjórn batt enda á yfirráð Austur-Indíafélagsins á Indlandi og færði Indland undir bein yfirráð Bretlands. Líkt og fyrsta ríkisstjórn Derby var þessi stjórn skammlíf og önnur vantrauststillaga var samþykkt gegn henni eftir eitt ár.
Derby varð forsætisráðherra í þriðja og síðasta sinn árið 1866 eftir að önnur ríkisstjórn Russell lávarðar hrundi.[3] Árið 1867 kom ríkisstjórnin á umbótum í kosningakerfinu sem gaf mörgum nýjum kjósendum kosningarétt. Snemma næsta ár settist Derby í helgan stein af heilsufarsástæðum og Disraeli tók við sem forsætisráðherra.[4] Disraeli var áhrifamaður í öllum ríkisstjórnum Derby og er oft talinn hafa ráðið meiru í þeim en Derby.
Tilvísanir
breyta- ↑ Hinir þrír eru William Ewart Gladstone, Salisbury lávarður og Stanley Baldwin.
- ↑ Bloy, Marjorie (2011). „Biography-Edward George Geoffrey Smith Stanley, 14th Earl of Derby (1799–1869)“. A Web of English History. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. maí 2011. Sótt 6. apríl 2011.
- ↑ Hawkins, Angus (2008). The Forgotten Prime Minister – the 14th Earl of Derby – Volume II Achievement: 1851–1869 (1st ed.). New York: Oxford University Press Inc, bls. 306–7.
- ↑ Hawkins Vol II pp 364–6
Fyrirrennari: Jarlinn af Russell |
|
Eftirmaður: Jarlinn af Aberdeen | |||
Fyrirrennari: Vísigreifinn af Palmerston |
|
Eftirmaður: Vísigreifinn af Palmerston | |||
Fyrirrennari: Jarlinn af Russell |
|
Eftirmaður: Benjamin Disraeli |