Delaware (fylki)

Delaware er fylki á austurströnd Bandaríkjanna. Fylkið liggur að Maryland í suðri og vestri, Pennsylvaníu í norðri, og Delaware flóa og Atlantshafi í austri. Delaware fljót greinir að fylkin Delaware og New Jersey í norðaustri. Rhode Island er eina fylki Bandaríkjanna sem er minna en Delaware.

Flagg Skjöldur
Flag of Delaware.svg Seal of Delaware.svg
Kortið sýnir staðsetningu Delaware

Fylkishöfuðborgin er Dover en stærsta borgin er Wilmington. Delaware er 6.447 ferkílómetrar að stærð. Í fylkinu búa tæplega 898 þúsund manns (2010).  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.