Daði Freyr Pétursson

íslenskur tónlistarmaður
(Endurbeint frá Daði Freyr)

Daði Freyr Pétursson (f. 30. júní 1992) er íslenskur tónlistarmaður búsettur í Berlín í Þýskalandi.

Daði Freyr
Daði Freyr árið 2022
Daði Freyr árið 2022
Upplýsingar
FæddurDaði Freyr Pétursson
30. júní 1992 (1992-06-30) (32 ára)
Reykjavík, Ísland
StörfTónlistarmaður
Ár virkur2012–í dag
Hljóðfæri
  • Rödd
  • hljómborð
  • bassi
  • gítar
  • trommur
Meðlimur íDaði og Gagnamagnið
Vefsíðadadifreyr.com

Daði fæddist í Reykjavík en ólst upp í Danmörku til níu ára aldurs en þá flutti fjölskylda hans til Íslands og settist að á Suðurlandi, fyrst í Laugalandi og síðar í Ásahreppi. Daði lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2012 og BA-námi í tónlistarstjórnun og hljóðvinnslu í Berlín árið 2017.[1]

Tónlistarverkefni

breyta
 
Daði að flytja lagið „Whole Again“ í Eurovision 2023.

Í æsku æfði Daði sig á trommur og lærði á píanó og bassagítar.[1] Hann hóf tónlistarferil sinn með hinni skammlífu hljómsveit Orchestra of Few en í þeirri hljómsveit var meðal annars Kristján Pálmi Ásmundsson. Árið 2011 stofnuðu þeir hljómsveitina RetRoBot og fengu til liðs við sig Gunnlaug Bjarnason, söngvara, og Guðmund Einar Vilbergsson, gítarleikara en þeir höfðu kynnst í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Árið 2012 vann hljómsveitin Músíktilraunir og Daði var valinn rafheili ársins.[2] RetRoBot gaf út eina plötu, Blackout, ári síðar.

Árið 2014 flutti Daði Freyr til Berlínar þar sem hann hóf háskólanám í upptökustjórnun og hljóðvinnslu við tónlistarskólann dBs Music. Sama ár byrjaði hann að spila undir nafninu Mixophrygian og ári síðar gaf hann út plötuna Forever.

Árið 2017 tók Daði þátt í Söngvakeppninni með laginu „Hvað með það?“ („Is This Love?“) en það flutti hann ásamt eiginkonu sinni Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur tónlistarkonu og hljómsveitinni Gagnamagninu. Þau höfnuðu í öðru sæti á eftir Svölu Björgvinsdóttur sem flutti lagið „Paper“.[3] Daði Freyr og hljómsveit hans Gagnamagnið tóku svo aftur þátt í Söngvakeppninni árið 2020[4] og unnu þá með laginu „Gagnamagnið“ („Think About Things“). Eftir að keppninni árið 2020 var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins, var hann valinn aftur til að keppa fyrir hönd Íslands árið 2021. Ásamt Gagnamagninu flutti hann lagið „10 Years“ og endaði í 4. sæti í lokakeppninni sem var þriðji besti árangur Íslands í Eurovision.[5]

Daði kom fram í tónlistaratriði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 í Liverpool þar sem hann tók ábreiðu af lagi bresku sveitarinnar Atomic Kitten.

Fjölskylda

breyta

Daði Freyr er í hjónabandi með Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur, listakonu, og eiga þau eina dóttur fædda árið 2019.[6] Þau eignuðust aðra dóttur árið 2021.[7]

Útgefið efni

breyta

Hljómplötur

breyta
  • & Co. (2019)
  • I Made an Album (2023)

EP-plötur

breyta
  • Næsta skref (2017)
  • Welcome (2021)
  • I'm Making an Album 1/3 (2023)
  • I'm Still Making an Album 2/3 (2023)

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Dv.is, „Daði Freyr ætlar ekki að flytja aftur til Íslands á næstunni“ (skoðað 19. janúar 2019)
  2. „Hljómsveitin RetRoBot frá Selfossi sigraði Músíktilraunir 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. febrúar 2020. Sótt 6. mars 2017.
  3. Svala full­trúi Íslands.
  4. Mbl.is, „Daði Freyr snýr aftur í Söngvakeppnina“ (skoðað 19. janúar 2019)
  5. Björg Magnúsdóttir (23. maí 2021). „Hefðum rústað þessu ef við hefðum farið á svið“. RÚV.
  6. Visir.is, „Daði Freyr og Árný Fjóla eignast stúlkubarn“ (skoðað 19. janúar 2019)
  7. Árný Fjóla Ásmundsdóttir (25. september 2021). „17.9.2021“. www.instagram.com. Afrit af uppruna á 26. desember 2021. Sótt 28. október 2021.