Stafkirkja

Stafkirkja eða stafakirkja [1] er timburkirkja þar sem veggir eru gerðir úr stöfum (þ.e. lóðréttum bjálkum) og þeir klæddir lóðréttum borðum. Flestallar stafkirkjur sem nú standa uppi eru í Noregi, en á upphafsárum kristni í Norður-Evrópu voru þær víða til.

Í upphafi kristni hér á Íslandi voru flestar kirkjur stafkirkjur. Dómkirkjurnar í Skálholti og á Hólum í Hjaltadal voru þá líklega stærstu stafkirkjur Evrópu, því að dómkirkjur í nágrannalöndunum voru þá úr steini.

Í Vestmannaeyjum er lítil stafkirkja. Hún var reist á 1000 ára afmæli kristnitökunnar. Þá ákváðu Norðmenn að gefa Vestmannaeyingum eftirmynd stafkirkju og afhenti Noregskonungur hana við hátíðlega athöfn 30. júlí árið 2000.

Stafverk var ekki eingöngu notað í kirkjur, til dæmis er Auðunarstofa á Hólum í Hjaltadal að hluta byggð með þeirri aðferð.

Tengt efniBreyta

TilvísanirBreyta

  1. „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. mars 2016. Sótt 18. ágúst 2008.

TenglarBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.