Changsha Huanghua-alþjóðaflugvöllurinn
Alþjóðaflugvöllur Changsha Huanghua (IATA: CSX, ICAO: ZGHA) (kínverska: 長沙黃花國際機場; rómönskun: Chángshā Huánghuā Guójì Jīchǎng) er flughöfn Changsha höfuðborgar Hunan héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Hann þjónar borginni auk nærliggjandi borgum eins og Zhuzhou og Xiangtan. Hann er einn af umferðamestu flugvöllum Kína.
Flugvöllurinn er staðsettur um 25 kílómetra frá miðborg Changsha í bænum í bænum Huanghua í Changsha-sýslu, sem gefur honum nafn. Flugvellinum er stjórnað af Hunan Airport Authority, fyrirtæki í opinberri eigu sem heldur utan um alla fimm flugvellina í Hunan héraði.
Changsha Huanghua flugvöllur var opnaður árið 1989 í stað Changsha Datuopu flugvallar, sem er nú notuð fyrir herflug. Flugstöðin er samtals 266.000 fermetrar í tveimur farþegamiðstöðvum, tveimur flugbrautum og tveimur hraðbrautum ásamt Snarlest með segulsvifbúnaði. Fyrirhugað er að reisa þriðju flugstöðina og þriðju flugbrautina til að mæta aukum farþegafjölda.
Saga stækkunar
breytaChangsha Huanghua flugvöllur var opnaður árið 1989 í stað Changsha Datuopu flugvallar, sem er nú notuð fyrir herflug. Sá hafði þjónað frá 1957 til 1989 bæði herflugi og borgaraflugi fyrir Changsha borg. Hann gat þó einungis höndla litlar flugvélar og nokkrar flugferðir á dag. Því var ákveðið að byggja nýjan flugvöll árið 1984 og var hann tekinn í notkun árið 1989 eingöngu fyrir borgaraflug.
Árið 2000 var ný farþegamiðstöð tekin í notkun sem gaf möguleika á 4,6 milljónum farþega á ári. Að auki önnur aðstaða stækkuð til að mæta auknum farþegafjölda og farmi. Enn fór flugvöllurinn í mikla stækkun á árunum 2008–2011 með lengingu flugbrautar og nýrri flugstöð. Smíði annarrar flugbrautar lauk síðan árið 2016 sem gefur möguleika á breiðflugvélum á borð við Airbus A380. Áfram hélt stækkunin árið 2018 með endurbótum á fyrstu farþegamiðstöðinni.
Frekari stækkun
breytaFyrir árið 2030 er fyrirhuguð mikil stækkun er á flugvellinum til austurs. Þriðja flugbrautin verður tilbúin til notkunar árið 2024. Þá verður meðal annars þriðja farþegamiðstöðin byggð. Þá á flugvöllurinn að geta sinnt 60 milljón farþegum árlega og 6 milljón tonna af farmi árlega. Þetta mun gera flugvöllinn verður flugmiðstöð Mið-Kína.
Áætlað er að stækka flugvöllinn enn meir fyrir 2050. Fjórða farþegamiðstöðin og fjórða flugbrautin. Tvenn ný göng munu tengja farþegamiðstöð eitt og tvö við miðstöðvar þrjú og fjögur. Þá verður Changsha Huanghua alþjóðaflugvöllur ein aðal flugstöð Kína með fjölda flugfélaga. Endanleg afkastageta flugvallarins verður 90 milljónir farþega árlega.
Samgöngur við völlinn
breytaChangsha Maglev Express, sem er snarlest með segulsvifbúnaði, og léttlestarkerfi borgarinnar, ásamt strætisvögnum tengja flughöfnina við miðborg Changsha.
Flugfélög
breytaFlugvöllurinn er sérstakur áhersluflugvöllur fyrir flugfélögin China Southern Airlines og Hainan Airlines og eru bæði mjög umfangsmikil á vellinum. Að auki eru flugfélögin XiamenAir , China Eastern Airlines, og Okay Airways, stór á flugvellinum. Alls starfa 51 flugfélag á vellinum.
Flugleiðir
breytaFlugvöllurinn býður meira en 117 flugleiðir til innlendra og erlendra borga í 17 ríkjum. Flestir áfangastaðir eru innan Kína, en einnig eru alþjóðaflug frá Frankfurt am Main, Bangkok, Sihanoukville, Singapúr, Seúl, Nha Trang, Naíróbí, Balí, og fleiri staða.
Tenglar
breyta- Changsha borg.
- Kínverskur vefur alþjóðaflugvallarins Changsha Huanghua
- Vefsíða Travel China Guide um Changsha Huanghua flugvöllinn.. Almennar upplýsingar, kort af flugvellinum, samgöngur almenningsvagna á flugvöllinn o.fl.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Changsha Huanghua International Airport“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. febrúar 2021.