Vegarfi

Blómplanta af hjartagrasaætt
(Endurbeint frá Cerastium fontanum)

Vegarfi (fræðiheiti: Cerastium fontanum) er fjölær blómplanta af hjartagrasaætt. Hann finnst víða á Íslandi.

Vegarfi
Vegarfi (Cerastium fontanum) í blóma.
Vegarfi (Cerastium fontanum) í blóma.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Hjartagrasabálkur (Caryophyllales)
Ætt: Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae)
Ættkvísl: Fræhyrnur (Cerastium)
Tegund:
Vegarfi (Cerastium fontanum)

Tvínefni
Cerastium fontanum
Samheiti

Cerastium macrocarpum Schur[1]
Cerastium caespitosum subsp. fontanum (Baumg.) Schinz & R. Keller[1]
Cerastium fontanum subsp. alpinum (Mert. & W. D. J. Koch) Janch.[1]
Cerastium fontanum subsp. fontanum[1]
Cerastium fontanum subsp. macrocarpum (Schur) Jalas[1]
Cerastium vulgatum subsp. macrocarpum (Schur) B. Kotula[1]
Cerastium triviale var. alpinum Mert. & W. D. J. Koch[1]

Útlit

breyta

Vegarfi er tvíær[1] fjölær jurt með uppsveigða og stundum greinda stöngla og oft marga blaðsprota[2] Hann er frekar lágvaxinn, 10-30 cm á hæð og blómstrar í maí til júní.[3]

Blómin eru hvít, fimmdeild, 5-8 mm í þvermál oft 5-10 saman í knippi.[2] Bikarblöðin eru græn, oddmjó og hærð en krónublöðin eru hvít, álíka löng eða aðeins lengri en bikarblöðin og með skerðingu í endann svo þau eru tvíflipótt.[2] Blóm vegarfa hafa 10 fræfla og eina frævu sem er oftast með fimm stílum.[2] Aldinið er gyllt tannhýði, oftast um tvöfalt lengra en bikarinn, sem opnast í endann með 10 tönnum.[2]

Laublöð vegarfa vaxa gagnstæð og aflöng, 10-20 mm löng og hærð báðum megin og á blaðröndinni.[2].

Vegarfi líkist nokkuð músareyra en krónublöð hans eru hlutfallslega styttri en krónublöð músareyrasins sé miðað við bikarblöðin.[2] Einnig er hann oftast minna loðinn en músareyrað.[3]

Útbreiðsla og búsvæði á Íslandi

breyta

Vegarfi er algengur um allt land en síður algengur á hálendinu. Hann vex í mólendi, graslendi, giljum, skriðum og stundum í hálfdeigu landi eða votlendi.[2] Vegarfi vex líka í flögum og vegköntum.[3]

Hæstu skráðu vaxtarstaðir vegarfa á Íslandi eru við Marteinsflæðu og við Ásbjarnarvötn. Báðir fundarstaðir eru í 770 metra hæð yfir sjávarmáli.[2]

Samlífi

breyta

Vegarfi er hýsill fyrir sveppina fræhyrnuryð (Melampsorella caryophyllacearum), fræhyrnublaðmyglu (Peronospora alsinerarum)[4] og blaðmyglusveppinn Peronospora paula.[5]

Á Íslandi vex sveppurinn grasmúrgróungur (Pleospora herbarum) á dauðum vefjum ýmissa plöntutegunda,[6] meðal annars á vegarfa.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 Lystigarður Akureyrar (án árs). Cerastium fontanum ssp. fontanum. Sótt þann 11. febrúar 2019
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 2,7 2,8 Flóra Íslands (án árs). Vegarfi - Cerastium fontanum. Sótt 11. febrúar 2019.
  3. 3,0 3,1 3,2 Hörður Kristinsson (2007). Vegarfi - Cerastium fontanum. Geymt 22 júlí 2019 í Wayback Machine Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt þann 11. febrúar 2019.
  4. Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
  5. 5,0 5,1 Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
  6. Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.