Krónublað
Krónublöð eru ummynduð laufblöð sem mynda hluta blóma. Krónublöð vaxa yfirleitt innan um bikarblöðin og utan um fræfla og frævuna. Krónublöðin eru yfirleitt litríkasti hluti blóma.
MyndasafnBreyta
Hrafnaklukka (Cardamine pratensis) hefur fjögur krónublöð eins og aðrar plöntur af krossblómaætt (Brassicaceae).
Vetrarblóm (Saxifraga oppositifolia) hefur fimm bleik eða fjólublá krónublöð.
Bláklukka (Campanula rotundifolia) hefur samvaxin blá krónublöð.
Krónublöð móasefs (Juncus trifidus) er brún og lítið áberandi. Erfitt er að greina þau frá bikarblöðunum í sjón því þau eru eins á litinn.
Brönugrös hafa sérhæft tungulaga krónublað sem gegnir hlutverki sem lendingarpallur fyrir fljúgandi skordýr.
TilvísanirBreyta
- ↑ Ágúst H. Bjarnason (2013). Blóm: bikar og króna. Sótt þann 21. júlí 2019.