Bretapopp (enska: britpop) er undirflokkur öðruvísi rokksins og kemur eins og nafnið gefur til kynna frá Bretlandi, nánar tiltekið bresku indie-senunni sem á rætur sínar að rekja til fyrstu ára tíunda áratugs seinustu aldar. Bretapoppið er tónlistarstefna sem er einskorðuð við breskar hljómsveitir. Bretapoppið var undir hvað mestum áhrifum tónlistar sjöunda og áttunda áratugarins. Það einkenndist af grípandi lögum og melódískum gítarriffum sem minntu á áðurnefnda áratugi. Bretapoppararnir voru með nýja og ferska tónlist síns tíma og hljómuðu eins og nokkurs konar soundtrack sinnar kynslóðar; það er bresks ungdóms og voru með nokkurs konar andsvar gegn helstu stefnum tímans sérstaklega í Bandaríkjunum og þá allra helst grungeinu. Bretapoppið öðlaðist gífurlega vinsældir á árunum 1994 til 1996 en dvínaði eftir árið 1998. Það lifði stutt og hefur oft verið gagnrýnt fyrir skort á nýsköpun og að beina tónlist sinni til of lítils markhóps en stefnan einskorðaðist að miklu leyti bara við Bretland en þrátt fyrir það að vera sjálft ekki langlíf stefna þá hafði bretapoppið áhrif á aðrar stefnur og færði mikið af bresku alt-rokki meira fram í sjónarsviðið og ýtti undir þróun Cool Britannia stefnunnar.

Stílbrigði

breyta

Bretapopp böndin voru undir miklum áhrifum frá tónlistinni sem ríkti á sjöunda og áttunda áratugnum. Þetta voru melódísk gítardrifinn popp lög og sóttu þau mest frá tónlistarmönnum á borð við the Rolling Stones, Bítlana og the Kinks sem voru hljómsveitir sem voru afar vinsælar á tímum bresku innrásarinnar þær voru helstu áhrifavaldar og nokkurs konar hornsteinar stefnunnar en þaðan drógu þeir sín helstu einkenni þegar kom að stílbrögðum og tækni, en þeir þóttu einnig vera undir áhrifum frá öðrum gítardrifnum tónlistarstefnum fyrri tíma eins og pönkinu eða soft rockinu. Týpísk uppbygging bretapopp bands var gítar, bassi, trommur og söngvari en textar þeirra snerust einnig oft um Bretland og voru einmitt að reyna að ná til breskra ungmenna þetta var tónlistin sem þau áttu að tengja við og sáu þeir sig einmitt sem nokkurs konar soundtrack sinnar kynslóðar af nýjum ungmennum og þá sérstaklega þeim bresku en þeir skrifuðu oft texta sem tengdust lífi breskra ungmenna of höfðuðu afar mikið til þeirra. Sum bretapoppsböndin þoldu ekki grunge og áttu að vera eins skonar andsvar gegn þeirri stefnu, þótti þeim það ekki hafa neina sérstaka merkingu en sáu sig sem mun listrænni, betri, þýðingarmeiri og andstæða stefnu..

Upphaf

breyta

Nafnið „Britpop“ hefur reyndar verið notað alveg frá árinu 1987 þegar blaðamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn John Robb notaði það í grein fyrir tímaritið Sounds Magazine um hljómsveitirnar the LA´s, the Stone Roses og Inspiral Carpets en þá var ekki verið að tala um sömu stefnu og nú heldur var það þá bara orð sem tengdist stefnunni „Britart“ sem voru verk nútímalistamanna á borð við Damien Hirst á níunda áratugnum en nafnið Britpop breytti síðan um merkingu árið 1994 þegar að hljómsveitir eins og Blur og Oasis hófu að geta sér nafn í tónlistarheiminum sem bretapopparar.

Bretapoppið kom fram snemma á tíunda áratugnum sem nokkurskonar svar við nýbylgjunni, pönk revival og Grungeinu sem voru leiðandi stefnur rokkbanda samtímans. Bretapopppararnir voru undir stærstum áhrifum frá böndum sjöunda og áttunda áratugarins og þá sérstaklega þeirra sem tilheyrðu bresku innrásinni, böndum á borð við til dæmis. Bítlana, Rolling Stones, Pink Floyd og Led Zeppelin en klassísk bönd á borð við the Who, Kinks, og Small Faces hafa einnig verið talin til áhrifavalda. Önnur uppspretta bretapopparanna voru glam rokkarar áttunda áratugarins á borð við David Bowie eða Roxy Music og pönk bönd eins og the Sex Pistols og the Clash.

Mikið hefur verið deilt um hver nákvæmlega var fyrsta bretapopp platan en flestir vilja meina að það sé ein af þremur, það eru plöturnar Definately Maybe með Oasis, Parklife með Blur eða Suede með Suede. En þessar plötur komu fram við upphaf stefnunnar og skilgreina hana fyrir það sem hún er. Bretapopp stefnan öðlaðist strax gífurlegar vinsældir í Bretlandi og Vestur-Evrópu og einhverjar vinsældir sem nokkurskonar költstefna í Bandaríkjunum.

Faðir bretapoppsins

breyta

Paul Weller er afar þekktur innan raða bretapopparanna en hann er oft talinn meðal stofnanda og helstu áhrifavalda bretapopps stefnunnar og eru plötur hans á borð við „Paul Weller“ (1991) og The Wild Wood“ (1993) taldar afar mikilvægar fyrir þróun þessarar stefnu. Ást hans á stefnunni ásamt nútímatónlistarinnar áttunda áratugarins gaf honum nafnið „the Modfather“ og hann hafði einnig gífurleg áhrif á upprisu bretapoppsins en bönd á borð við til dæmis Blur, Oasis, Ocean Colour Scene hafa minnst á Paul Weller sem gífurlegan áhrifavald og hefur hann meira að segja spilað með einhverjum þeirra og má þar helst nefna lagið Champagne Supernova en á því spilaði hann einmitt á gítar og söng bakraddir með hljómsveitinni Oasis.

Madchester

breyta

Madchester er heiti sem var gefinn tónlistarsenu sem á rætur sínar að rekja til Manchester við lok níunda áratugarins og byrjun tíunda áratugarins og átti hún einnig stóran part í þróun bretapoppsins Madchester senan var ein áhrifamesta Indie stefna tímans og hafði hún einnig talsverð áhrif á þróun bretapoppsins þessari stefnu tilheyrðu bönd á borð við the Stone Roses og the Happy Mondays og vann til dæmis Noel Gallagher (Oasis) sem rótari fyrir margvísleg bönd á Madchester tímabilinu og urðu Oasis fyrir þó nokkrum áhrifum þaðan.

Meiri vinsældir (1994–96): Bretapopp og Cool Britannia

breyta

Árið 1995 var hápunktur bretapoppsins hinn frægi þáttur „Battle of the Bands“ setti fram Blur og Oasis sem helstu keppendur um titilinn konungar bretapoppsins. Oasis fyrir norður -ngland með Gallagher bræðurna í fyrirrúmi en Blur fyrir suðurhluta Englands]. Hápunktur keppninnar kom þegar að Blur og Oasis gáfu bæði út lag í sömu vikunni, Blur gaf út lagið Country House og Oasis gaf út Roll With It. Þetta fangaði athygli almennings og fékk gífurlega umfjöllun í fréttamiðlum landsins og kom jafnvel fram í fréttatíma BBC. Í lokin stóðu Blur upp sem sigurvegarar með 274.000 eintök seld en Oasis með 216.000 og stóðu lögin í öðru og fyrsta sæti vinsældarlista. Á endanum samt seldist samt plata Oasis What‘s the Story margfalt betur en The Great Escape plata Blur þrátt fyrir að hún hafi fengið jákvæðari viðtökur í fyrstu.

What‘s the Story seldist í átján milljón eintökum fjórfalt meira en the Great Escape plata Blur og er What‘s the Story nú talin helsta plata bretapoppsins en hún fangaði kjarna, viðhorf og einkenni bretapoppsins og Cool Britannia stefnunnar.

Bretapopp veikist (1996–98)

breyta

Árið 1996 var stefnan töluvert farin að veikjast. Þrátt fyrir háar væntingar þá var hreyfingin og vinsældir tónlistarinnar byrjuð að hjaðna. Það voru ennþá gefnar út plötur undir nafni stefnunnar af böndum jafnvel sem áður voru ekki beint tengdar henni eins og t.d. Radiohead og the Verve en plötur þeirra „OK Computer“ og „Urban Hymns“ öðluðust báðar afar miklar vinsældir en smám saman var stefnan að tapa sínum fyrri vinsældum. Hljómsveitirnar Suede, Pulp og Supergrass gáfu allar út plötur en þær voru ekki eins vinsælli og fyrri plötur stefnan var að veikjast og jafnvel helstu hljómsveitir stefnunnar voru taldar vera farnar að veikjast þegar Oasis og Blur gáfu báðir út plötur sem þrátt fyrir að seljast ágætlega hjá afar dyggum aðdáendahópum þóttu ekki eins góðar og fyrri klassísku plötur þeirra.

Lok stefnunnar (1998–99)

breyta

Bretapoppið var frekar skammlíf stefna sem spannaði ekki nema langan tíma og var að mestu leiti dauð eftir fimm ár og við lok tíunda áratugarins var hún að mestu leiti horfin af sjónarsviðinu. Blur færðist smám saman frá stefnunni á næstu plötum sínum og losuðu sig við menn á borð við framleiðanda sinn Stephen Street og gítaristann Graham Coxon. Oasis héldu áfram dyggum hópi aðdáanda og voru nokkuð vinsælir þrátt fyrir að plöturnar þeirra næðu aldrei alveg fyrri vinsældum, Suede barðist áfram og gaf út tvær plötur í viðbót áður en þeir hættu árið 2003, Pulp tók sér langt hlé og the Verve gáfust einnig upp en söngvari þeirra Richard Ashcroft kom sér upp fremur vel heppnuðum sólóferli og Radiohead sem var aldrei mest tengt stefnunni breyttu þrátt fyrir það tónlist sinni afar róttæklega með nýrri plötu sinni Kid A og öðluðust gífurlegar vinsældir í seinni tíð þrátt fyrir það án nokkurrar tengingu við Bretapoppið.

Seinni þróun

breyta

Þrátt fyrir að bretapoppið hafi verið sagt dautt þá komu fram nokkrar hljómsveitir eins og Muse, Travis, Keane og Coldplay sem hafa talað um að hafa orðið fyrir þónokkrum áhrifum frá hljómsveitum bretapoppsins með útgáfum fyrri platna sinna og einnig hafa hljómsveitir eins og Franz Ferdinand, Kasabian og the Libertines sýnt einkenni bretapoppsins með sem minna á Oasis og Radiohead.

Suede og Blur hafa komið aftur saman og gefið út plötur eftir að hafa tekið hlé.

Listi af bretapoppsböndum

breyta
  • 60 Ft. Dolls
  • Ash
  • The Auteurs
  • Babybird
  • Black Grape
  • The Bluetones
  • Blur
  • The Boo Radleys
  • Cast
  • Catatonia
  • The Charlatans
  • Cornershop
  • Delicatessen
  • The Divine Comedy
  • Dodgy
  • Echobelly
  • Elastica
  • Embrace
  • Gene
  • Geneva
  • Gorky's Zygotic Mynci
  • Heavy Stereo
  • Kenickie
  • Kinky Machine
  • Kula Shaker
  • The Lightning Seeds
  • Longpigs
  • Lush
  • Manic Street Preachers
  • Mansun
  • Marion
  • Me Me Me
  • Menswear
  • My Life Story
  • Northern Uproar
  • Oasis
  • Ocean Colour Scene
  • Powder
  • Pulp
  • Rialto
  • Ride
  • Saint Etienne
  • Salad
  • The Seahorses
  • Shed Seven
  • Silver Sun
  • Shampoo
  • Sleeper
  • Stereophonics
  • Strangelove
  • Suede
  • Super Furry Animals
  • Supergrass
  • The Supernaturals
  • These Animal Men
  • Travis
  • The Verve

Heimildir

breyta