Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2010
Kosið var til borgarstjórnar í sveitarstjórnarkosningunum 29. maí 2010 og ný borgarstjórn tók til starfa 11. júní 2010. Á fundi borgarstjórnar 18. júní 2013 var Elsa Hrafnhildur Yeoman kosin forseti borgarstjórnar til eins árs, Björk Vilhelmsdóttir var kosin 1. varaforseti og Karl Sigurðsson var kosinn 2. varaforseti.
Úrslit
breytaKosningarnar fóru á þessa leið:
Flokkur | Listi | Atkvæði | % | Menn | |
---|---|---|---|---|---|
Besti flokkurinn | Æ | 20.666 | 34,7 | 6 | |
Sjálfstæðisflokkurinn | D | 20.006 | 33,6 | 5 | |
Samfylkingin | S | 11.344 | 19,1 | 3 | |
Vinstrihreyfingin – grænt framboð | V | 4.255 | 7,1 | 1 | |
Framsóknarflokkur | B | 1.629 | 2,7 | 0 | |
Reykjavíkurframboðið | E | 681 | 1,1 | 0 | |
Framboð um heiðarleika og almannahagsmuni | H | 668 | 1,1 | 0 | |
Frjálslyndi flokkurinn og óháðir | F | 274 | 0,5 | 0 |
skipting borgarfulltrúa í Reykjavík 2010
Eftirfarandi fulltrúar skipuðu borgarstjórn:
Myndun borgarstjórnarmeirihluta
breytaBesti flokkurinn bauð fram í fyrsta sinn og fékk sex borgarfulltrúa kjörna. Oddviti flokksins, Jón Gnarr, myndaði meirihluta með Samfylkingunni að kosningum loknum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar varð formaður borgarráðs.[1]
Kjörtímabil
breytaMeirihlutasamstarf Besta flokksins og Samfylkingarinnar entist allt kjörtímabilið. Haustið 2013 tilkynnti Jón Gnarr að hann myndi ekki bjóða sig fram á ný og að Besti flokkurinn rynni saman við Bjarta framtíð.[2]