Besti flokkurinn
Besti flokkurinn var íslenskur stjórnmálaflokkur sem bauð fram í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum 2010. Formaður flokksins var Jón Gnarr og skipaði hann einnig 1. sæti á lista flokksins í Reykjavík.[2][3]
Besti flokkurinn | |
---|---|
Formaður | Jón Gnarr |
Varaformaður | Heiða Kristín Helgadóttir |
Stofnár | 2009 |
Höfuðstöðvar | Laugavegur 40a |
Félagatal | 1193 (árið 2010)[1] |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Anarkískur súrrealismi, kaldhæðni, félagsleg jafnaðarstefna, „Gnarrsimi“ |
Einkennislitur | blár/bleikur |
Vefsíða | www.bestiflokkurinn.is |
Flokkurinn starfaði yfir heilt kjörtímabil, fram til næstu sveitastjórnakosninga í maí 2014. Margir flokksmenn Besta flokksins stigu eftir það til liðs við Bjarta framtíð.
Stefnumál
breytaÁ heimasíðu flokksins var stefna flokksins útlistuð. „Stefna Besta Flokksins er byggð á því besta úr öllum öðrum stefnum. Við byggjum mest á stefnum sem lagt hafa grunninn að velferðarsamfélögum Norðurlandanna og Norður Evrópu. Það hljómar mjög vel núna. Á sama tíma og bæði forsjárhyggja ríkisrekins áætlunarbúskapar og afskiptaleysi og markaðstrú nýfrjálshyggjunnar hafa beðið skipbrot á örfáum árum standa samfélög byggð á virku lýðræði sterkust...Í rauninni erum við samt ekki með neina stefnu en við þykjumst vera með hana.“[4]
Yfirlýst stefnumál flokksins voru:[4]
- Hjálpa heimilunum í landinu
- Bæta kjör þeirra sem minna mega sín
- Stöðva spillingu
- Koma á jöfnuði
- Auka gegnsæi
- Virkt lýðræði
- Fella niður allar skuldir
- Ókeypis í strætó fyrir námsmenn og aumingja
- Ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn og aumingja
- Ókeypis í sund fyrir alla og frí handklæði
- Láta þá svara til saka sem bera ábyrgð á hruninu
- Algjört jafnrétti kynja
- Hlusta meira á konur og gamalt fólk
Sveitarstjórnarkosningar 2010
breytaFramboðslisti
breytaFramboðslisti Besta flokksins fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2010 var eftirfarandi. Athugið að efstu 6 menn náðu kjöri sem borgarfulltrúar:[5]
1. Jón Gnarr |
16. Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir |
Kosningabarátta í Reykjavík 2010
breytaSamkvæmt skoðannakönnun Fréttablaðsins sem gerð var 25. mars 2010 mældist Besti flokkurinn með 12,7% fylgi í Reykjavík og fengi samkvæmt því tvo borgarfulltrúa í Borgarstjórn Reykjavíkur.[6]
Jón Gnarr formaður flokksins hafði þetta að segja um úrslitin:
Mér finnst þetta mjög gleðilegt...Ég hafði samt alveg búist við þessu. Við stefnum að því að ná fjórum mönnum inn. En þegar svona langt er til kosninga er bara mjög ánægjulegt að nýr flokkur fái þetta mikið fylgi. Líka af því þetta er yfirlýst grínframboð. Ég held að grínframboð hafi aldrei fengið meira en eitt prósent[6]. |
Í könnun sem Capacent lét gera dagana 12.–29. apríl mældist Besti flokkurinn með 24% fylgi og fengi samkvæmt því 4 borgarfulltrúa í Borgarstjórn Reykjavíkur. Jón Gnarr formaður flokksins sagði þessar niðurstöður vera góða byrjun og að flokkurinn stefndi að hreinum meirihluta í Reykjavík.[7]
Þann 15. maí opnaði Besti flokkurinn kosningaskrifstofu sína að Aðalstræti 9. Sama dag sendi flokkurinn frá sér stuðningslag með myndbandi sem hlaut mikla athygli.[8] Þann 17. maí birti MMR skoðannakönnun sem gerð var fyrir Sjálfstæðisflokkinn og mældist Besti flokkurinn með mest fylgi allra framboða, 36%. 21. maí birti Stöð 2 könnun sína og Fréttablaðsins, sem sýndi að Besti flokkurinn naut um 44% fylgis. Úrslit kosninganna urðu að lokum þau að Besti flokkurinn fékk 6 menn kjörna sem leiddi til þess að Besti flokkurinn og Samfylkingin mynduðu meirihluta og Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Félagaskrá“. Sótt 14. maí 2011.
- ↑ „Framboðslisti Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 29.maí 2010“. Sótt 26. mars 2010.
- ↑ „Um flokkinn“. Sótt 26. mars 2010.
- ↑ 4,0 4,1 „Stefnumál“. Sótt 26. mars 2010.
- ↑ „Framboðslisti“. Sótt 16. maí 2010.
- ↑ 6,0 6,1 „Besti flokkurinn nær tveimur mönnum inn“. Sótt 26. mars 2010.
- ↑ „Besti flokkurinn fengi fjóra kjörna“. Sótt 30. apríl 2010.
- ↑ „Myndband við stuðningslag Besta flokksins“. Sótt 15. maí 2010.
Tenglar
breyta- Heimasíða Besta flokksins Geymt 20 apríl 2010 í Wayback Machine
- Heimasíða UngBest ungliðahreyfingar Besta flokksins Geymt 23 nóvember 2009 í Wayback Machine
- Hættir sem aðstoðarmaður Jóns Gnarr