Bogi Bjarnason Thorarensen (18. ágúst 18223. júlí 1867) var íslenskur sýslumaður og settur amtmaður í Vesturamti 1861-1865.

Bogi var sonur Bjarna Thorarensen amtmanns og konu hans Hildar Bogadóttur og hét eftir afa sínum, Boga Benediktssyni í Hrappsey. Hann útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1846 og lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1853. Hann varð sýslumaður í Snæfellsnessýslu 1854, í Mýra- og Hnappadalssýslu 1855 og Dalasýslu frá 1860. Hann bjó fyrst í Hjarðarholti í Stafholtstungum og síðan á Staðarfelli á Fellsströnd og dó þar. Frá 11. júlí 1861 til 8. maí 1865 var Bogi settur amtmaður í Vesturamtinu.

Kona Boga var Jósefína Thorlacius, dóttir Árna Thorlacius umboðsmanns í Stykkishólmi.

Heimildir breyta

  • „Candidati juris. Tímarit hinsi íslenzka bókmenntafélags, 3. árgangur 1882“.