Bláhveiti (fræðiheiti: Elymus macrourus) er plöntutegund af grasaætt. Það finnst náttúrulega í Norður-Ameríku í Alaska, Yukon og norðvesturhéruðunum og í Austurhluta Síberíu.[1]

Bláhveiti
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasættbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Ættkvísl: Elymus
Tegund:
Bláhveiti (E. macrourus)

Tvínefni
Elymus macrourus
(Turcz.) Tzvelev
Samheiti
Listi

Bláhveiti finnst villt á Íslandi í innsveitum Norðurlands frá Austur-Húnavatnssýslu til Eyjafjarðar.[2]

Bláhveiti er fjölært gras sem vex í þúfum. Stöngullinn verður allt að 80 cm hár og beinn[1] en bláhveiti verður aðeins 25-40 cm hátt á Íslandi.[2] Bláhveit vex upp af jarðstöngli en dreifir sér einnig með fræi.[1]

Bláhveiti vex þar sem raki í jarðvegi er mikill eins og við árbakka, við sandrif og í skóglendi. Það vex gjarnan nálægt víðategundum (Salix spp.) og deilir oft búsvæðum með heiðarós (Rosa acicularis), gráelri (Alnus incana), bersarunna (Viburnum edule), hindberjarunnum (Rubus idaeus), krossmöðru (Galium boreale), fjallasveifgrasi (Poa alpina), sigurskúfi (Epilobium angustifolium), Artemisia tileii og língresistegundinni Agrostis scabra.[1]

Bláhveiti getur vaxið á röskuðum svæðum, til dæmis svæðum sem eldar hafa gengið yfir. Það getur því nýst til að endurheimta gróður eftir rask auk þess sem það kemur í veg fyrir jarðvegsrof.[1]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 Sullivan, Janet. 1993. Elymus macrourus. In: Fire Effects Information System, [Online]. U.S. Department of Agriculture, Forest Service, Rocky Mountain Research Station, Fire Sciences Laboratory.
  2. 2,0 2,1 Náttúrufræðistofnun Íslands. „Bláhveiti (Elymus macrourus)“. Sótt mars 2020.
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.