Fjallasveifgras
Fjallasveifgras (fræðiheiti: Poa alpina) er sveifgras sem vex víða í löndunum við norðanvert Atlantshaf. Fjallasveifgras er best þekkt fyrir það að hafa blaðgróinn punt, þ.e.a.s. að litlar dótturplöntur vaxa út frá móðurplöntunni áður en þær detta af og vaxa sjálfar upp af rót. Blöð fjallasveifgrass eru breiðari en stráið og stutt, slétt og mjúk. Puntur fjallasveifgrass getur verið mjög breytilegur að lit, en algengast er að blöðin séu aðeins bláleit. Fjallasveifgras vex víða í holtum og móum bæði á láglendi og til fjalla.[2]
Fjallasveifgras | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Puntur fjallasveifgrass
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Poa alpina L.[1] |
Tilvísanir
breyta- ↑ L. (1753) , In: Sp. Pl.: 67
- ↑ Fjallasveifgras Flóra Íslands, skoðað 17. sept. 2018
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Fjallasveifgras.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Poa alpina.