BicItalia er landsnet hjólaleiða á Ítalíu sem ítölsku hjólreiðasamtökin Federazione italiana amici della bicicletta áttu upptökin að frá árinu 2000. Leiðanetið var formlega stofnað með rammalögum um hjólaleiðir árið 2018. Fullgert er áætlað að netið nái yfir 20.000 km á 20 langleiðum.

Hjólastígur á Adríahafsleiðinni sem er nr. 6 í fyrirhuguðu landsneti hjólaleiða.

Flestar leiðirnar eru 300-1000 km langar og liggja þvers og kruss um landið. Leið 1 er áætlað að liggi 3000 km suður eftir Appennínaskaganum endilöngum frá Brennerskarði í norðri að Sýrakúsu á Sikiley í suðri og leið 2 liggur 1300 km frá Ventimiglia við landamæri Frakklands í vestri að Tríeste við landamæri Slóveníu í austri. Nokkrar af leiðunum eru hluti af EuroVelo-hjólaleiðum eins og EV5 Via Romea Francigena frá London til Brindisi, EV7 Sólarleiðinni frá Nordkapp til Möltu og EV8 Miðjarðarhafsleiðinni frá Cádiz til Kýpur.

Tenglar

breyta