Landsnet hjólaleiða

Landsnet hjólaleiða er leiðakerfi hjólaleiða sem er búið til og viðhaldið af tilteknu ríki, eða í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka. Oftast er um að ræða langleiðir sem liggja á milli fylkja og sveitarfélaga utan þéttbýlis. Hlutar viðkomandi leiðar eru þá hjólaleiðir sem tilheyra viðkomandi sveitarfélögum. Tilgangurinn er að styðja við hjólaferðamennsku en leiðirnar nýtast líka heimamönnum til að komast á milli staða. Dæmi um slík landsnet hjólaleiða eru National Cycle Network í Bretlandi, LF-route-netið í Hollandi, Radnetz Deutschland í Þýskalandi og United States Bicycle Route System í Bandaríkjunum. Í Evrópu eru sumar af þessum leiðum hluti af EuroVelo-hjólaleiðum.

Vegvísir á mótum leiða 2 og 3 í Noregi.

Oftast er um að ræða 10-15 númeraðar langleiðir sem liggja um allt landið. Leiðirnar eru merktar sérstaklega með vegvísum. Leiðirnar eru á bilinu 100-500 km langar og fela í sér áningarstaði með vissu millibili þar sem geta verið tjaldstæði, salerni, hjólabogar og fleiri innviðir. Yfirleitt er búinn til þrepaskiptur staðall sem leiðinni er ætlað að uppfylla. Í upplýsingaefni um leiðanetið eru leiðirnar flokkaðar eftir því hversu krefjandi þær eru og hversu stór hluti þeirra uppfyllir staðla.

Eftir löndum breyta

Land Heiti Fjöldi Umsjón Stofnár Skilti
Bandaríkin United States Bicycle Route System 38 AASHTO 1982  
Bretland National Cycle Network 10 Sustrans 1984  
Danmörk Danmarks nationale cykelruter 11 Naturstyrelsen 1993  
Frakkland Véloroutes et Voies Vertes de France 21 AF3V áætl.  
Holland LF-routes 29 Landelijk Fietsplatform 1989  
Ítalía Bicitalia 18 Ítalska hjólreiðasambandið 2018
Noregur Nasjonal sykkelrute 10 Norska vegagerðin 2016  
Nýja-Sjáland New Zealand Cycle Trail 18 Ríkisstjórn Nýja-Sjálands 2012  
Sviss Nationale Velorouten 9 SwitzerlandMobility Foundation 1998  
Svíþjóð Sverigeleden 39 Svenska Cykelsällskapet 1984  
Þýskaland Radnetz Deutschland 12 Deutscher Tourismusverband 2002  
   Þessi listi er ekki tæmandi. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hann
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.