Gunnar Lárus Hjálmarsson (fæddur 7. október 1965), þekktastur undir listamannsnafninu Dr. Gunni, er íslenskur tónlistar- og fjölmiðlamaður. Hann hefur bæði gefið út tónlist og bækur um íslenska tónlist, auk þess sem hann hefur verið meðlimur í hljómsveitum á borð við Unun, Bless og S.H.Draumur.

Dr. Gunni hefur meðal annars haft sína eigin þætti á Rás 2 og fleiri útvarpsstöðvum auk þess sem hann stjórnaði Popppunkti með Felix Bergssyni.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.