Bernd Koberling
Bernd Koberling (f. 1938 í Berlín) er þýskur listmálari, einn af „nýju villingunum“ (Neuen Wilden), sem Þjóðverjar kalla svo.
Hann starfaði fyrst sem kokkur 1955-1958, stundaði nám í Hochschule für Bildende Künste í Berlín 1958-1960. Námsdvöl á Englandi 1961-1963. Var styrkþegi Villa Massimo í Róm 1969-1970, og dvaldist síðan í Köln til 1974. Á árunum 1976-1981 var hann gestafyrirlesari í listaháskólum í Hamborg, Düsseldorf og Berlín. Hann var prófessor í Hochschule für bildende Künste í Hamborg 1981-1988, og frá 1988 í Hochschule der Künste í Berlín. Hefur flutt fyrirlestra um vatnslitamálun í Listaháskóla Íslands. Árið 1961 varð hann félagi í Vision-hópnum, ásamt málaranum Karl Horst Hödicke.
Bernd Koberling býr og starfar í Berlín, en er yfirleitt á sumrin í Loðmundarfirði.
Árið 1959 hóf Bernd Koberling að ferðast um norðurslóðir á sumrin, fyrst um sænska hluta Lapplands og Norður-Noreg. Stundaði hann m.a. lax- og silungsveiðar, en náttúrufar og þjóðlíf þessara héraða veitti honum einnig innblástur í list sinni. Í Þýskalandi kynntist hann listamanninum Dieter Roth, sem giftur var íslenskri konu, og fór með honum til Íslands, m.a. til Loðmundarfjarðar. Hann heillaðist svo af staðnum, að hann hefur verið þar á hverju sumri frá 1977. Þar málar hann aðallega vatnslitamyndir. Í Berlín hefur hann málað stærri myndir í svipuðum stíl, á sérmeðhöndlaðar álplötur, með aðferð sem hann hefur sjálfur þróað.
Á síðustu árum hefur hann myndskreytt nokkrar bækur íslenskra skálda:
- Snorri Hjartarson: Brunnin flýgur álft – Brennend fliegt ein Schwan, 1997 (Isländische Literatur der Moderne, 6), ljóð
- Gyrðir Elíasson: Versteinerter Baum – Steintré, 1998 (á sextugsafmæli Bernds Koberlings), smásaga
- Baldur Óskarsson: Tímaland – Zeitland, 2000 (Isländische Literatur der Moderne, 7), ljóð
- Wortlaut Island: isländische Gegenwartsliteratur, 2000. Ritstjóri: Franz Gíslason
- Gyrðir Elíasson: Tregahornið – Das Blueshorn, 2001 (Isländische Literatur der Moderne, 8), smásögur
- Gyrðir Elíasson: Ísbörnin – Die Eiskinder, 2003, saga
- Sjón: Söngur steinasafnarans – Gesang des Steinesammlers, 2006 (Isländische Literatur der Moderne, 9), ljóð
- Linda Vilhjálmsdóttir: Öll fallegu orðin = Alle schönen Worte ; Frostfiðrildin = Frostschmetterlinge, 2011 (Isländische Literatur der Moderne, 12), ljóð
- Stefán Hörður Grímsson: Grunað vængjatak – Geahnter Flügelschlag, 2013 (Isländische Literatur der Moderne, 13), ljóð
Bernd Koberling hefur haldið fjölda einkasýninga, m.a. hér á landi.
- Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, 2002 (Yfirlitssýning, áður í Malmö Konsthall 2001, síðar í Saarland Museum, Saarbrücken, 2002)
- Gallerí i8, Klapparstíg, 2003 (vatnslitamyndir)
- Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafni, 2005 (Steiniger Weg – Grýttur vegur, vatnslitamyndir)
- Gallery Turpentine, Ingólfsstræti, 2007 (Volumen der Stille, akrýlmyndir á álplötum)
Einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, m.a. í Skaftfelli, menningarmiðstöðinni á Seyðisfirði.
Verk hans eru meðal annars í eftirtöldum listasöfnum:
- Hamburger Bahnhof, Berlín
- Hamburger Kunsthalle
- Vancouver Art Gallery
Viðurkenningar
breyta- 1970 Verðlaun Samtaka þýskra listgagnrýnenda
- 2006 Fred-Thieler-Verðlaunin
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Bernd Koberling“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 16. janúar 2008.
- Bera Nordal: Bernd Koberling (sýningarskrá), Malmö Konsthall, 2001
- Tímarit Morgunblaðsins, 8. febrúar 2004