Beretta 92
Beretta 92 er ítölsk hálfsjálfvirk skammbyssa, framleidd af skotvopnafyrirtækinu Beretta á áttunda áratugnum. Skammbyssan var hönnuð árið 1972, en var fyrst framleidd árið 1975 – 1976 í 5000 eintökum. Lengd byssunar er 217 mm og þyngdin er 950 g.
Til eru nokkrar gerðir af Beretta 92, t.d. Beretta 96, Beretta M9, Beretta 98 og Beretta 92G (PAMAS-G1), sem er frönsk gerð af Beretta 92, og er hliðarvopn franska hersins. Beretta M9 varð hliðarvopn bandaríska hersins árið 1985. Gerð 92 og M9 notar 9 x 19 mm skot, og komast yfirleitt kringum 15 þannig skot í magasín byssunar. Gerð 96 notar .40 S&W skot, og gerð 98 notar 9x21mm IMI skot.
Beretta skammbyssur eru notaðar af 13 löndum.
- – Alsír
- – Frakkland
- – Hong Kong
- – Indónesía
- – Ítalía
- – Malasía
- – Mexíkó
- – Perú
- – Filippseyjar
- – Suður Afríka
- – Spánn
- – Slóvenía
- – Bandaríkin