Búbbarnir er íslensk sjónvarpsþáttaröð í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar. Þættirnir eru brúðugrínþættir sem gerast á sjónvarpstöð. Handritshöfundur þáttanna er Gísli Rúnar Jónsson, Bragi Þór Hinriksson stóð einnig fyrir þróun þeirra. Raddsetning er í höndum Sveppa, Björgvins Franz Gíslassonar, Jóhanns G. Jóhannassonar og Vilhjálms Goða. Tónlistin er samin af Jóni Ólafssyni.

Búbbarnir
TegundGamanþáttur
TalsetningVilhjálmur Goði Friðriksson
Björgvin Franz Gíslason
Jóhann G. Jóhannsson
TónskáldJón Ólafsson
UpprunalandFáni Íslands Ísland
FrummálÍslenska
Fjöldi þáttaraða1
Fjöldi þátta21
Framleiðsla
KlippingBrynjar Harðarsson
Bragi Hinriksson
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðStöð 2
Sýnt26. ágúst 200611. janúar 2007
Tenglar
IMDb tengill

Þættirnir hófu göngu sína 26. ágúst 2006 á Stöð 2 á laugardagskvöldum en voru seinna færðir yfir á fimmtudagskvöld; sýningum lauk 11. janúar 2007. Búbbarnir voru síðan endursýndir sumarið 2007 og haustið 2012.

Viðtökur voru dræmar: Gagnrýnendur Fréttablaðsins og DV voru ekki hrifnir í dómum sínum,[1][2] þættirnir hlutu einnig Gullkindina sem verstu íslensku sjónvarpsþættir ársins 2006.[3] Þeir voru jafnframt kosnir 5-6 verstu íslensku sjónvarpsþættir allra tíma af álitsgjöfum DV árið 2012[4].

Leikraddir

breyta
Leikari Hlutverk
Vilhjálmur Goði Friðriksson Fréttamaður
Björgvin Franz Gíslason Spænskur kokkur
Jóhann G. Jóhannsson Dói

Tengill

breyta
   Þessi sjónvarpsgrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Bergsteinn Sigurðsson (29. ágúst 2006). "Bara þrjátíu árum of seint". 365. Sótt 6. apríl 2023.
  2. Óskar Hrafn (1. september 2006). "Ömurlegur aulahúmor og falskir athyglissjúklingar". DV. Sótt 6. apríl 2023.
  3. blaðið (24. nóvember 2006). "Úrslit Gullkindar". Ár og dagur. Sótt 6. apríl 2023.
  4. Helgarblað DV (9-11. nóvember 2012). "Hringekjan verst - Næturvaktin best". DV. Sótt 6. apríl 2023.