Asking Alexandria er bresk Metalcore hljómsveit frá York, North Yorkshire. Hún var stofnuð 2008 þegar Ben Bruce (gítarleikari) hafði samband við gamla vini, eftir að hafa búið í Dúbæ. Hljómsveitin er skipuð Ben Bruce (gítarleikara), Danny Worsnop (söngvara), Cameron Liddell (gítarleikara, Sam Bettley (bassaleikara og James Cassels (trommuleikara).

Saga hljómsveitarinnar

breyta

Upphaf og fyrsta breiðskífa (2008-2009)

breyta

Hljómsveitin hefur rætur í Dúbæ, í Sameinuðu Arabísku fustadæmunum, þar sem Ben Bruce stofnaði hljómsveit og gaf út plötuna The Irony of Your Perfection í fullri lengd með hópnum undir nafninu Asking Alexandria. Stuttu síðar hætti hljómsveitin og Bruce gaf út yfirlýsingu að hljómsveitin Asking Alexandria frá Dúbæ hefði aðeins verið virk í einn mánuð og hafi aldrei haldið tónleika.

2008 flutti Bruce aftur til Englands og skildi eftir fyrrum hljómsveitarmeðlimi. Hann hafði engin áform um að setja tónlistarferil sinn á bið og stofnaði nýja hljómsveit undir sama nafni. Hann heldur því fram að hann sjálfur hafi skapað nafn hljómsveitarinnar og hann vildi nota nafnið og merkingu þess áfram. Hann lagði áherslu á í yfirlýsingu sinni að núverandi hljómsveit Asking Alexandria sé ekki sama hljómsveitin og skrifaði The Irony of Your Perfection, hafi ekki sömu tónlistarstefnu, hafi aðra meðlimi og hljómsveitirnar tvær séu mjög mismunandi, þrátt fyrir tengsl þeirra. Áhersla hefur verið á þessi atriði í viðtölum við núverandi hljómsveit og tengsl þessara tveggja hljómsveita er enn ruglandi fyrir marga aðdáendur.

Frá stofnun hljómsveitarinnar 2008 urðu breytingar á meðlimum hljómsveitarinnar. Þar á meðal fækkaði meðlimum hennar úr sex í fimm með brottför Ryan Binns. Auk þess var í janúar 2009 bassaleikaranum Sam Bettley skipt út fyrir Joe Lancaster. Síðustu tónleikar Lancaster með hljómsveitinni voru á Fibers í York 4. janúar. Degi síðar fór hljómsveitinn til Bandaríkjanna til að koma fram á tónleikum og undirbúa sig fyrir uptöku næstu plötu sveitarinnar.

Eftir að hljómsveitin hafði verið á tónleikaferðalagi 2008 og á fyrstu mánuðum 2009, hljóðritaði hljómsvein breiðskífu 19. maí til 16. júní 2009 í The Foundation Recording Studios í Connersville, Indiana, Bandaríkjunum. Þeir skrifuðu undir samning við útgáfufyrirtækið Summerian Records stuttu eftir að upptökum lauk og gáfu út breiðskífuna Stand up and scream undir merkjum útgáfufyrirtækisins 15. september 2009. Í kjölfarið var lögð áhrersla að ná vinsældum í Bandaríkjunum í tónleikaferðalagi með hljómsveitunum Alesana, Enter Shikari og The Bled og Evergreen Terrace.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Asking Alexandria“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. september 2011.