Alvis Vītoliņš
Alvis Vītoliņš (15. júní 1946 – 16. febrúar 1997) var lettneskur alþjóðlegur meistari í skák. Hann varð Lettlandsmeistari árin 1973 (í liðakeppni), 1976, 1977, 1978, 1982, 1983 og 1985 (í liðkeppni). Árið 1980 varð hann alþjóðlegur meistari.
Alvis Vītoliņš | |
---|---|
Fæddur | Alvis Vītoliņš 15. júní, 1946 |
Dáinn | 16. febrúar, 1997 |
Dánarorsök | framdi sjálfsmorð |
Þekktur fyrir | skák |
Titill | Alþjóðlegur meistari |
Vītoliņš framdi sjálfsmorð með því að stökkva af brú á frosið Gauja fljót.
Framlög
breytaNafn Vītoliņš festist við nokkrar byrjanir en þær eru:
- Margate afbrigði Richter-Rauzer afbrigðis klassískrar sikileyjarvarnar (1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 Rc6 6.Bg5 e6 7.Bb5) er einnig nefnt Vītoliņš afbrigðið.
- Vitolins afbrigðið í Sikileyjarvörn, Scheveningen afbrigði (1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 e6 6.Bb5+).
- Vītoliņš gambítur í Capablanca afbrigði Nimzóindverskrar varnar (1.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rc3 Bb4 4.Dc2 0-0 5.a3 Bxc3 6.Dxc3 b5!?).