Sólarhringur

tímaeining er telur 24 klukkustundir
(Endurbeint frá Dagur (tímatal))

Sólarhringur er tímaeining, sem miðast við möndulsnúningstíma jarðar miðað við sólu og er (oftast) miðað við 24 klukkustundir. Sólarhringur er ekki SI-mælieining. Miðað við fastastjörnur er sólarhringurinn nákvæmlega 23 klukkustundir, 56 minútur og 4 sekúndur.

Yfirlitsmynd yfir birtu á ákveðinni stundu í janúar.

Sólarhingur var upphaflega ákvarðaður út frá sýndargangi sólar, þ.e. sönnum sóltíma og samkvæmt jarðmiðjukenningunni var einn sólarhringur sá tími sem það tók sólina að fara einn hring á himninum, frá austri til austurs á ný. Réttara þykir þó að tala um þann tíma sem það tekur jörðina að snúast einn hring um möndul sinn miðað við fastastjörnur (sbr. sólmiðjukenningu). Sólarhringur sem þannig er mældur er ekki nákvæmlega 24 klukkustundir og vantar í raun fjórar mínútur til að hann fylli 24 tíma. Í raun tekur einn möndulsnúningur jarðar 23 klukkustundir, 56 mínútur og 4,091 sekúndur. En á þeim tíma hefur jörðin færst á braut sinni um sólu, og því hefur afstaða jarðar og sólar breyst. Það þýðir að jörðin þarf að snúast örlítið lengra til að sólin virðist á sama stað á himninum, en það tekur 3 mínútur og 55,909 sekúndur. Þess vegna er sólarhringurinn nákvæmlega 24 klukkustundir (sem eru 1440 mínútur, eða 86400 sekúndur), þótt einn snúningur jarðar sé í raun aðeins styttri. Nú er venja að líta svo á að sólarhringurinn byrji klukkan 0:00:00 og endi einni sekúndu eftir klukkan 23:59:59, en þá er klukkan annað hvort 24:00:00 eða 0:00:00 og er sá tími kallaður miðnætti. Klukkur dagsins í dag miðast við s.k. meðalsóltíma, en ekki sannan sóltíma.

Dagur er sá hluti sólarhrings, sem varir frá sólarupprás til sólarlags, en nótt er frá sólarlagi til sólarupprásar.

Eyktir

breyta

Hverjum sólarhring er skipt í fjóra hluta: nótt, morgunn, dag, aftann. Hverjum hluta var síðan skipt í tvo aðra hluta sem kölluðust eyktir er stóðu í þrjár klukkustundir hver. Sumar þeirra eru enn notaðar í daglegu máli.

Heimild

breyta