Alfreð Clausen syngur lög eftir Jenna Jónsson

Alfreð Clausen syngur lög eftir Jenna Jónsson
Bakhlið
IM 53
FlytjandiAlfreð Clausen, kór og hljómsveit Carl Billich
Gefin út1954
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Alfreð Clausen syngur lög eftir Jenna Jónsson er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni flytur Alfreð Clausen tvö lög eftir Jenna Jónsson, Brúnaljósin brúnu með tríói Carl Billich og Sólarlag í Reykjavík með hljómsveit og kór undir stjórn Carl Billich. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.


Lagalisti

breyta
  1. Brúnaljósin brúnu - Lag og texti: Jenni Jónsson - Hljóðdæmi
  2. Sólarlag í Reykjavík - Lag og texti: Jenni Jónsson


S.K.T. keppnin

breyta

Lagið Brúnaljósin brúnu sigraði í S.K.T. keppninni 1954 í flokknum „Nýju dansarnir”. Þegar lagið kom út á plötu var hún rifin út, enda Alfreð vinsæll og hafði nýverið verið kosinn besti íslenski dægurlagasöngvarinn í skoðanakönnun Hljómplötunýjunga. Platan var í fyrsta sæti metsölulista Drangeyjar í nóvember 1954.[1][2] Margir hafa sungið eða leikið lagið inn á plötur í kjölfar Alfreðs og má þar nefna Hauk Morthens, Ragnar Bjarnason, Megas, Bubba Morthens, KK og Magnús Eiríksson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Einar Júlíusson, hljómsveitina Flís og Guðrúnu Gunnarsdóttur.


Heimildir

breyta
  1. Hljómplötunýjungar, 4. tbl. 1954, bls. 3 og 5.
  2. Hljómplötunýjungar, 3. tbl. 1954, bls. 1 og 3.