Borgarsandur er slétt og allvíðáttumikið sandflæmi, nú gróið að miklu leyti, við botn Skagafjarðar að vestanverðu, frá SauðárkrókiVesturósi Héraðsvatna. Svört sandfjaran er tæpir fjórir kílómetrar á lengd. Þar er göngu- og útivistarsvæði og vinsælt að láta hesta spretta úr spori.

Borgarsandur er kenndur við bæinn Sjávarborg. Hann er nefndur í Landnámabók; þar segir frá því að Kráku-Hreiðar Ófeigsson „kom í Skagafjörð og sigldi upp á Borgarsand til brots“.

Heimildir

breyta
  • Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.
  • „Landnámabók. Á vef snerpu.is“.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.