Bauganet jarðar

(Endurbeint frá Hnit (landafræði))

Bauganet jarðar er kerfi til að staðsetja hluti á jörðinni með talnaröð sem vísa til breiddargráðu og lengdargráðu og stundum hæðar yfir sjávarmáli. Þetta er hnitakerfi sem notast við gráður á hring sem nær umhverfis jörðina samsíða miðbaug (breiddarbaug) og hálfhring sem nær frá norðurpólnumsuðurpólnum (lengdarbaug). Höfuðáttirnar eru notaðar til að minnka talnamengið enn frekar þannig að norðlæg eða suðlæg breidd vísar til gráðu á sveig sem nær frá miðbaug að norðurpól eða suðurpól og skiptist í 90 gráður (táknað með N eða S) og vestlæg eða austlæg lengd sem vísar til þeirrar áttar sem farið er í vestur eða austur frá núllbaug sem liggur gegnum Greenwich í London og skiptist þá í 180° (táknað með V eða A).

Kort af jörðunni þar sem bauganetið sést vel

Hver gráða á lengdarbaug er að meðaltali 111,2 kílómetrar á lengd (um það bil 60 sjómílur) svo til að fá meiri nákvæmni er henni ýmist skipt í hundraðshluta (kommustafi) eða mínútur (60 hluta) og sekúndur (60*60 eða 360 hluta).

Dæmi um hnit í bauganeti jarðar er 48°51′29″N, 2°17′40″A (Eiffelturninn í París) þar sem ' eru mínútur og " sekúndur.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.