Agnar Kofoed-Hansen

Agnar Kofoed-Hansen (3. ágúst 191523. desember 1982) var dansk-íslenskur flugmaður, flugmálastjóri og lögreglustjóri. Faðir hans var danskur en móðir íslensk. Hann fæddist í Reykjavík og lærði að fljúga í flugskóla danska sjóhersins. Eftir nám starfaði hann sem flugmaður í Danmörku og Noregi. Hann var hvatamaður að stofnun Svifflugfélags Íslands og Flugmálafélagsins 1936 og tók þátt í stofnun Flugfélags Akureyrar 1937. 1940, eftir að hann hafði verið sendur á sumarnámskeið hjá SS-sveitum þýskra nasista sumarið 1939[1] var hann skipaður í embætti lögreglustjórans í Reykjavík og setti á fót njósnadeild Útlendingaeftirlitsins, svokallaða eftirgrennslanadeild. Hann sinnti starfi lögreglustjóra til ársins 1947. Agnar var flugvallastjóri ríkisins árin 1947-1951. Hann varð flugmálastjóri 1951 og gegndi því starfi til dauðadags.

TilvísanirBreyta

  1. „„Uppruni Útlendingastofnunar““.

HeimildirBreyta

Tengt efniBreyta

TenglarBreyta


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.