Hamilton (söngleikur)
söngleikur 2015 eftir Lin-Manuel Miranda um Alexander Hamilton
Hamilton: An American Musical er söngleikur um líf Alexander Hamilton, eins af hinum svokölluðu „landsfeðrum“ Bandaríkjanna, og er byggður á bók eftir Ron Chernow. Lin-Manuel Miranda samdi lögin og textann og lék einnig aðalhlutverkið í upprunalegri uppsetningu söngleiksins.