Aleinn heima (kvikmyndasería)
Aleinn heima (enska: Home Alone) er bandarísk kvikmyndasería, fyrsta kvikmyndin kom út árið 1990 og sú síðasta árið 2021. Út hafa komið sex myndir. Myndin fjallar um strák sem er einn heima þegar þjófar koma og brjótast inn til hans. John Hughes skrifaði handritið og framleiddi fyrstu þrjár kvikmyndirnar, Chris Columbus leikstýrði fyrstu tveimur myndunum, Raja Gosnell þriðju myndinni, Rod Daniel fjórðu myndinni, Peter Hewitt fimmtu myndinni og Dan Mazer sjöttu myndinni. Fyrstu þrjár myndirnar voru framleiddar af 20th Century Fox, fjórða og fimmta voru sjónvarpskvikmyndir framleiddar fyrir Dinsey og ABC sjónvarpsstöðvarinnar og sú sjötta gerð fyrir streymisveituna Disney+.