American Broadcasting Company

American Broadcasting Company (ABC) er bandarískt net sjónvarpsstöðva og mikilvæg eign Disney–ABC Television Group, dótturfélags Disney Media Networks, fyrirtækis sem er sjálft í eign The Walt Disney Company. Höfuðstöðvar stöðvarinnar eru í Columbus Avenue í Manhattan í New York-borg. Stöðin er jafnframt með framleiðsluaðstöðu annars staðar í New York-borg, í Los Angeles og í Burbank í Kaliforníu.

Merki ABC

Við sölu ABC Radio til Citadel Broadcasting árið 2007 hefur ABC einbett sér að sjónvarpsútsendingum. Hún er fimmta elsta sjónvarpsstöð í heimi og er elsta hinna stóru þriggja bandarískra sjónvarpsstöðva.

ABC var stofnað sem útvarpsstöð þann 12. október 1943. Árið 1948 útvíkkaði fyrirtækið starfsemi sína og fetaði í fótspor farsældra sjónvarpsstöðva svo sem CBS og NBC. Á miðjum sjötta áratugnum sameinaðist ABC við United Paramount Theatres, bíókeðju sem hafði áður verið dótturfélag Paramount Pictures. Eftir kaup á 80% hluta í íþróttastöðinni ESPN sameinaðist móðurfélag ABC, American Broadcasting Companies, Inc., við Capital Cities Communications, eiganda nokkura blaða, útvarps- og sjónvarpsstöðva. Árið 1996 keypti The Walt Disney Company flestar eignir ABC.

ABC er net sjónvarpsstöðva sem samanstendur af átta stöðvum í eigu fyrirtækisins og 232 „systurstöðvum“ í Bandaríkjunum. ABC News er fréttaþjónusta fyrirtækisins.

Heimild

breyta
   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.