Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna

Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna er ein af aðalstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin ber ábyrgð á að samræma vinnu aðildarstofnana við efnahags- og félagsmál. Aðilar að ráðinu eru 54 talsins: 14 Afríkuríki, 11 Asíuríki, 6 Austur-Evrópuríki, 10 ríki Rómönsku Ameríku og Karíbahafsins og 13 vestræn ríki. Aðildarríkin eru kosin á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Það heldur einn fjögurra vikna langan fund á ári auk eins fundar í apríl með fjármálaráðherrum sem leiða lykilnefndir Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ráðið gegnir lykilhlutverki í ráðgjöf við stefnumótun Sameinuðu þjóðanna og aðildarríkja. Mörg félagasamtök hafa ráðgefandi hlutverk hjá ráðinu.

Fundarsalur Efnahags- og félagsmálaráðsins í höfuðstöðvum Sþ í New York-borg
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.