Geirshólmi er lítil eyja innst í Hvalfirði, gegnt Hvalstöðinni. Hún er einnig kölluð Geirshólmur og stundum Harðarhólmi, en það er rangnefni.

Geirshólmi.

Sögur og sagnir breyta

Sagan segir að í Geirshólma hafi Hólmverjar svokallaðir hafst við, ræningjalið undir forystu Harðar Grímkelssonar og voru í flokknum vel á annað hundrað manns að því er segir í Harðar sögu og Hólmverja. Sagt er að kona Harðar, Helga Haraldsdóttir, sem var jarlsdóttir frá Gautlandi, hafi bjargað sér og tveimur sonum þeirra, Birni 4 ára og Grímkatli 8 ára, á sundi úr Geirshólma og í land þar sem heitir Helgusund.

Á Sturlungaöld hafði flokkur fylgismanna Sturlu Sighvatssonar undir forystu Svarthöfða Dufgussonar frænda hans um tíma aðsetur í Geirshólma og þaðan fóru þeir ránshendi um nálægar sveitir. Hafa komið fram tilgátur um að þeir atburðir séu í raun kveikjan að Harðar sögu.

Nálægir staðir breyta

Fossinn Glymur, Hallgrímskirkja í Saurbæ, Akrafjall, Gljúfrasteinn, Staupasteinn, Hvalstöðin í Hvalfirði.

Heimildir breyta

„Vesturland.is - Afþreying og staðir“. Sótt 16. júlí 2010.

   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.