Agnar Eldberg Kofoed-Hansen
Agnar Kofoed-Hansen (3. ágúst 1915 – 23. desember 1982) var flugmaður, flugmálastjóri og lögreglustjóri. Hann fæddist í Reykjavík og lærði að fljúga í flugskóla danska sjóhersins. Eftir nám starfaði hann sem flugmaður í Danmörku og aflaði sér frekari réttinda Noregi og Þýskalandi. Hann var hvatamaður að stofnun Svifflugfélags Íslands 1936, Flugmálafélagsins 1936 og Flugfélags Akureyrar 1937.[1] Skipaður í embætti lögreglustjórans í Reykjavík 1939, þá 24 ára, af Hermanni Jónassyni dómsmálaráðherra.[2] Sendur sama ár í kynnisferð til lögreglunnar í Kaupmannahöfn og í Þýskalandi.[3][4] Varð þar fyrir miklum áhrifum af rannsóknum Þjóðverja á arfgengi glæpahneigðar.[5] Agnar tók við embætti lögreglustjórans í Reykjavík árið 1940 og gegndi því til ársins 1947.
Árið 1939 fól, Hermann Jónasson forsætisráðherra, lögreglustjóraembættinu í Reykjavík að stofna það sem hann nefndi „Eftirgrennslanadeild“ hjá Útlendingaeftirliti lögreglunnar.[6].
Agnar var flugvallastjóri ríkisins árin 1947–1951. Hann varð flugmálastjóri 1951 og gegndi því starfi til dauðadags.
Ferill
breyta- Flugliðsforingi frá Konunglega danska sjóliðsforingjaskólanum árið 1935.
- Stofnandi og fyrsti formaður Flugmálafélags Íslands 1936. Markmið félagsins var að efla áhuga fyrir flugsamgöngum hér á landi og til annarra landa.
- Stofnandi og fyrsti formaður Svifflugsfélags Íslands 1936.
- Flugmálaráðunautur ríkisstjórnarinnar árin 1936–1945.
- Aðalhvatamaður að stofnun Flugfélags Akureyrar 3. Júní 1937. Fyrsti flugmaður jafnframt framkvæmdastjóri þess til 1939. Nafni félagsins var breytt í Flugfélag Íslands árið 1940 og varð númer þrjú í röðinni með því nafni.
- Lögreglustjóri í Reykjavík 1940–1947.
- Flugvallastjóri ríkisins 1947–1951.
- Formaður flugráðs 1947–1980.
- Flugmálastjóri 1951–1982.
- Varnarmálanefnd 1951–1954.
- Fulltrúi ríkisstjórnar Íslands á flestum flugmálaráðstefnum sem sóttar voru af Íslands hálfu fram til ársins 1982.
Æviminningar teknar saman í samvinnu við Jóhannes Helga rithöfund og gefnar út í bókunum „Á brattann“ og „Lögreglustjóri á stríðsárum“.
Heiðursmerki og viðurkenningar
breyta- Noregur: St. Olavs orden Kommandør 1947;
- Luxemburg: Stórriddari Eikarkrúnuorðunnar 1955.
- Danmörk: Dannebrogordenen Kommandør 1956;
- Svíþjóð: Kommendör av Kungl. Vasa orden 1957 og Kommendör av Kungl. Nordstjärnaorden 1975;
- Finnland: Kommendör av klasse 1 Lejonsorden 1957;
- Frakkland: Diplome Paul Tissander F.A.I. 1958;
- Sviss: Légion d'Honneur, Chevalier 1962 og Commandeur 1966.
- Ísland: Stórriddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu 1976;
- Þýskaland: Grosses Verdienst Kreutz 1977;
- Heiðursverðlaun ICAO, „The Edward Warner Award“ 1979.
- Heiðursfélagi í Indian Society for Aeronautical Science.
Fjölskylda
breytaForeldrar: Emilía Kristbjörg Benediktsdóttir og Agner Francisco Kofoed-Hansen skógræktarstjóri í Reykjavík.
Maki: Björg Sigríður Anna Axelsdóttir Kofoed-Hansen, Dóttir Axels Kristjánssonar, stórkaupmanns og konsúls á Akureyri og Hólmfríðar Jónsdóttur.
Börn: Astrid Björg Kofoed-Hansen, Hólmfríður Sólveig Kofoed-Hansen, Emilía Kristín Kofoed-Hansen, Sophie Isabella Kofoed-Hansen, Björg Sigríður Anna Kofoed-Hansen og Agnar Kofoed-Hansen.
Heimildir
breyta- Flugmannatal, FÍA 1988.
- „Frumherjar í íslenskri flugsögu: Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri“. Flugsafn Íslands – Akureyri. Sótt 12. júní 2008.
- Morgunblaðið 30. desember 1982: Minningargrein
- ↑ „Molar úr sögu flugs á Akureyri“. Dagur. 21. júní 1994. bls. 11.
- ↑ Hákon Bjarnason (30. desember 1982). „Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri - Minning“. Morgunblaðið. bls. 13. „... þegar styrjöldin hófst haustið 1939 ... var Agnar kvaddur til þess að vera lögreglustjóri í Reykjavík sakir þess að hann var eini Íslendingurinn, sem lokið hafði námi við liðsforingjaskóla og var því kunnugur þeim reglum og háttum sem gilda innan hers og flota.“
- ↑ Þjóðviljinn (23. nóvember 1945). „Hermann Jónasson sendi Agnar Kofoed-Hansen til Þýzkalands til að læra aðferðir af nazistalögreglu Himmlers“. bls. 1, 8.
- ↑ Hrafn Jökulsson; Illugi Jökulsson (1988). Íslenskir nasistar. Tákn. bls. 210, 301. "Agnar var sérstakur gestur Heinrichs Himmlers, yfirmanns SS-sveitanna, meðan á Þýskalandsdvölinni stóð og hafði í fórum sínum meðmælabréf frá Werner Gerlach, hinum atorkusama ræðismanni Þjóðverja er hafði mikið álit á Agnari."
- ↑ Jóhannes Helgi (1979-1981). Agnar Kofoed-Hansen rekur minningar sínar. Almenna bókafélagið. „En það sem mest áhrif hafði á mig, mér liggur við að segja skelfileg, voru rannsóknir þeirra [Kriminalpolizei Amt] á ættgengi glæpahneigðar. Ég vissi auðvitað að hún gat lagst í ættir eins og aðrir kostir og gallar manna – en að hún gerði það í þeim mæli sem þarna voru færðar sönnur á, hafði mig ekki órað fyrir. [...] Þetta voru ísköld vísindi, sannindi sem komu nasisma ekkert við, höfðu reyndar verið stunduð frá því löngu áður en Hitler kom í heiminn. – Ég gleymi þessu aldrei. Ég hefði kosið að lifa í annarri trú. Ég aðhylltist á mínum róttæku unglingsárum kenningu Lysenkos, uppáhalds erfðafræðings Stalins, að uppeldi og umhverfi mótaði manninn og hefði jafnvel áhrif á genin, en kenningin hefur því miður verið afsönnuð fyrir löngu. [...] En þarna blöstu staðreyndirnar við mér, ættartrén, svart á hvítu – og brenndu sig óafmáanlega inn í mig.“
- ↑ Björn Bjarnason (24. september 2008). „Forvirkar rannsóknarheimildir“ (PDF). Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 2009.
Tenglar
breyta- Grein um blindflug frá 1936, endurbirt Æskan 11.-12. tbl. 1. nóvember 1966
- Tíminn 5.1.1983 Íslendingaþættir minningargreinar
- Morgunblaðið 30.7.2015: Aldarminning
- Viðtal: Frjáls verslun 11. tbl. 1972
- Flugið á Íslandi byggðist á æskunni og athafnamönnum
- Frumherji Norðurlandanna í flugmálum á N-Atlantshafi.
- Viðtal: "Verðum að forðast að setja flugið í spennitreyju."
- Flug og landgræðsla. Mbl. 17.12.1953.