Afneitun á loftslagsbreytingum
Afneitun á loftslagsbreytingum er tegund af vísindaafneitun sem felst í því að afneita, neita að viðurkenna, rengja eða tala niður vísindalegt meirihlutaálit um loftslagsbreytingar. Forsvarsmenn loftslagsafneitunar beita gjarnan rökræðuaðferðum til þess að gefa til kynna að verulegur vísindalegur ágreiningur sé um málefnið þótt lítill sem enginn slíkur ágreiningur sé í raun fyrir hendi.[2] Loftslagsafneitun getur falist í því að afneita því að loftslagsbreytingar sem slíkar eigi sér stað, en einnig í því að hafna hlutverki manna í því að stuðla að loftslagsbreytingum, og í ranghugmyndum um möguleikann á aðlögun að breyttu loftslagi.[3][4][5]: 170–173 Loftslagsafneitun getur líka verið óbein þegar fólk viðurkennir vísindin í orði kveðnu en hagar gerðum sínum ekki í samræmi við vitneskjuna.[4] Í mörgum rannsóknum er afstaða af þessu tagi skilgreind sem afneitun,[6]: 691–698 gervivísindi,[7] eða áróður.[8]: 351
Mörg atriði í tengslum við loftslagsbreytingar sem eru útrædd innan vísindasamfélagsins, meðal annars ábyrgð mannfólks á hnattrænni hlýnun, eru enn töluð niður eða þeim hafnað í almennri umræðu af pólitískum eða efnahagslegum ástæðum. Þar er um að ræða hugmyndafræðilegt fyrirbrigði sem er kallað loftslagsafneitun í fræðilegri og vísindalegri umræðu. Loftslagsvísindamenn, sér í lagi í Bandaríkjunum, hafa greint frá því að stjórnvöld og aðilar úr olíuiðnaðinum beiti þrýstingi til að ritskoða eða bæla niður starfsemi þeirra, fela vísindalegar niðurstöður, eða gefi fyrirmæli um að ræða málefnið ekki opinberlega. Bent hefur verið á að þrýstihópar á vegum jarðefnaeldsneytisiðnaðarins styðji bæði leynt og ljóst tilraunir til að grafa undan eða koma óorði á meirihlutaálit vísindamanna um hnattræna hlýnun.[10][11]
Ýmsir hagsmunahópar á vegum iðnaðar-, stjórnmála- og hugmyndafræðilegra hópa hafa skipulagt aðgerðir til að grafa undan trausti almennings á loftslagsvísindum.[12][13][14][6]: 691–698 Sér í lagi hefur loftslagsafneitun verið bendluð við þrýstihópa á vegum jarðefnaeldsneytisiðnaðarins, Koch-bræðurna, talsmenn stóriðjunnar, íhaldssamar hugveitur og jaðarmiðla, sér í lagi í Bandaríkjunum.[8]: 351 [15][6] Meira en 90% fræðigreina þar sem efast er um loftslagsbreytingar eru upprunnar hjá hægrisinnuðum hugveitum.[16] Loftslagsafneitun hefur grafið undan tilraunum til að bregðast við eða aðlagast loftslagsbreytingum og hefur mikil áhrif á loftslagspólitík.[14][6]: 691–698
Á áttunda áratugnum birtu olíufélög rannsóknir með niðurstöðum sem samræmdust að mestu sýn vísindasamfélagsins á hnattræna hlýnun. Síðan þá hafa olíufélög hins vegar skipulagt herferðir til að breiða út afneitun á loftslagsbreytingum. Þessar aðgerðir hafa verið bornar saman við skipulegar aðgerðir tóbaksiðnaðarins við að breiða út afneitun á skaðlegum afleiðingum tóbaksreykinga. Sumum herferðum af þessu tagi var jafnvel stýrt af aðilum sem áður höfðu átt þátt í að stýra áróðursherferðum tóbaksiðnaðarins.[17][18][19]
Loftslagsafneitun á Íslandi
breytaÍ umhverfiskönnun sem Gallup tók meðal Íslendinga árið 2018 sögðust 0,9% landsmanna ekki telja að loftslagsbreytingar væru af manna völdum og 0,1% höfnuðu því alfarið að loftslag væri að breytast.[20]
Í könnun sem tekin var árið 2019 mældist töluverður munur í afstöðu fólks til loftslagsbreytinga eftir pólitískum skoðunum. Á heildina litið sögðust 87 prósent aðspurðra telja að loftslagsbreytingar af mannavöldum væru staðreynd. Um fjórðungur af stuðningsmönnum Miðflokksins og rúm 28 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins sögðust hins vegar ekki telja að þær væru staðreynd, sem var mun hærra hlutfall en hjá kjósendum annarra stjórnmálaflokka.[21]
Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands frá 1991 til 2004, hefur ítrekað hafnað eða vefengt vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar. Í kringum aldamótin stóð stjórn Davíðs fyrir því að Ísland neitaði að gerast aðili að Kýótósáttmálanum um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda nema að samþykktu sérákvæði sem heimilaði Íslendingum að undanskilja losun á tæplega 3,3 milljónum tonna koltvísýringsígilda frá skuldbindingum sínum gagnvart samningnum.[22] Í áramótaávarpi sínu árið 1997 réttlætti Davíð afstöðu sína með því móti að ekki væri rétt að skapa ótta hjá fólki með vísan til „fræða sem byggja á veikum grunni.“[23] Í ræðu á landsþingi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 ítrekaði Davíð þá afstöðu sína að Kýótósáttmálinn byggði á „afar ótraustum grunni“ og að umræðan um loftslagsbreytingar væri oft borin uppi af „óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri.“[24]
Í sjónvarpskappræðum fyrir forsetakosningarnar 2016 neitaði Davíð því hins vegar að hann efaðist um vísindalegar forsendur loftslagsbreytinga og sagði það ekki ganga upp að „ætla sér að neita reiknireglunum og vísindatækjunum.“ Aftur á móti sagðist hann efast um nytsemi aðgerða gegn loftslagsbreytingum á meðan stór ríki á borð við Bandaríkin, Kína og Indland tækju ekki þátt í þeim.[25]
Árið 2019 stakk þáverandi Alþingismaður Miðflokksins, Birgir Þórarinsson, í þingræðu upp á því að kenna ætti sjónarmið þeirra sem efast um veruleika loftslagsbreytinga af mannavöldum í íslenskum grunnskólum. Hann sagði að til væri „langur listi“ vísindamanna sem teldu orsakir loftslagsbreytinga óþekktar.[26]
Tilvísanir
breyta- ↑ Zimmerman, Jess (7. nóvember 2011). „Handy image shows how climate deniers manipulate data“. Grist. Afrit af uppruna á 1. október 2019.
- ↑ Diethelm, P.; McKee, M. (2008). „Denialism: what is it and how should scientists respond?“. The European Journal of Public Health (enska). 19 (1): 2–4. doi:10.1093/eurpub/ckn139. ISSN 1101-1262. PMID 19158101.
- ↑ National Center for Science Education (4. júní 2010). „Climate change is good science“. National Center for Science Education. Afrit af uppruna á 24. apríl 2016. Sótt 21. júní 2015.
- ↑ 4,0 4,1 National Center for Science Education (15. janúar 2016). „Why Is It Called Denial?“. National Center for Science Education. Afrit af uppruna á 7. desember 2022. Sótt 17. febrúar 2023.
- ↑ Powell, James Lawrence (2011). The inquisition of climate science. New York: Columbia university press. ISBN 978-0-231-15718-6.
- ↑ 6,0 6,1 6,2 6,3 Dunlap, Riley E. (2013). „Climate Change Skepticism and Denial: An Introduction“. American Behavioral Scientist (enska). 57 (6): 691–698. doi:10.1177/0002764213477097. ISSN 0002-7642. S2CID 147126996.
- ↑ Ove Hansson, Sven (2017). „Science denial as a form of pseudoscience“. Studies in History and Philosophy of Science. 63: 39–47. Bibcode:2017SHPSA..63...39H. doi:10.1016/j.shpsa.2017.05.002. PMID 28629651.
- ↑ 8,0 8,1 Jacques, Peter J.; Dunlap, Riley E.; Freeman, Mark (2008). „The organisation of denial: Conservative think tanks and environmental scepticism“. Environmental Politics (enska). 17 (3): 349–385. Bibcode:2008EnvPo..17..349J. doi:10.1080/09644010802055576. ISSN 0964-4016. S2CID 144975102.
- ↑ Cook, John; og fleiri (15. maí 2013). „Quantifying the consensus on anthropogenic global warming in the scientific literature“. Environmental Research Letters. 8 (2): 024024. Bibcode:2013ERL.....8b4024C. doi:10.1088/1748-9326/8/2/024024.
- ↑ Stoddard, Isak; Anderson, Kevin; Capstick, Stuart; Carton, Wim; Depledge, Joanna; Facer, Keri; Gough, Clair; Hache, Frederic; Hoolohan, Claire; Hultman, Martin; Hällström, Niclas; Kartha, Sivan; Klinsky, Sonja; Kuchler, Magdalena; Lövbrand, Eva; Nasiritousi, Naghmeh; Newell, Peter; Peters, Glen P.; Sokona, Youba; Stirling, Andy; Stilwell, Matthew; Spash, Clive L.; Williams, Mariama; og fleiri (18. október 2021). „Three Decades of Climate Mitigation: Why Haven't We Bent the Global Emissions Curve?“. Annual Review of Environment and Resources (enska). 46 (1): 653–689. doi:10.1146/annurev-environ-012220-011104. hdl:1983/93c742bc-4895-42ac-be81-535f36c5039d. ISSN 1543-5938. S2CID 233815004. Sótt 31. ágúst 2022.
- ↑ Vidal, John (27. júní 2011). „Climate sceptic Willie Soon received $1m from oil companies, papers show“. The Guardian. London.
- ↑ ClimateWire, Gayathri Vaidyanathan. „What Have Climate Scientists Learned from 20-Year Fight with Deniers?“. Scientific American (enska). Sótt 5. febrúar 2024.
- ↑ Begley, Sharon (13. ágúst 2007). „The Truth About Denial“. Newsweek. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. október 2007. (MSNBC single page version, archived 20 August 2007)
- ↑ 14,0 14,1 Painter, James; Ashe, Teresa (2012). „Cross-national comparison of the presence of climate scepticism in the print media in six countries, 2007–10“. Environmental Research Letters. 7 (4): 044005. Bibcode:2012ERL.....7d4005P. doi:10.1088/1748-9326/7/4/044005. ISSN 1748-9326.
- ↑ Hoggan, James; Littlemore, Richard (2009). Climate Cover-Up: The Crusade to Deny Global Warming. Vancouver: Greystone Books. ISBN 978-1-55365-485-8. Afrit af uppruna á 30. júní 2021. Sótt 19. mars 2010. See, e.g., pp. 31 ff, describing industry-based advocacy strategies in the context of climate change denial, and p73 ff, describing involvement of free-market think tanks in climate-change denial.
- ↑ Xifra, Jordi (2016). „Climate Change Deniers and Advocacy: A Situational Theory of Publics Approach“. American Behavioral Scientist. 60 (3): 276–287. doi:10.1177/0002764215613403. hdl:10230/32970. S2CID 58914584.
- ↑ Egan, Timothy (5. nóvember 2015). „Exxon Mobil and the G.O.P.: Fossil Fools“. The New York Times. Afrit af uppruna á 15. ágúst 2021. Sótt 9. nóvember 2015.
- ↑ Goldenberg, Suzanne (8. júlí 2015). „Exxon knew of climate change in 1981, email says – but it funded deniers for 27 more years“. The Guardian. Afrit af uppruna á 16. nóvember 2015. Sótt 9. nóvember 2015.
- ↑ 'Shell knew': oil giant's 1991 film warned of climate change danger Geymt 24 apríl 2017 í Wayback Machine, The Guardian
- ↑ Finnur Dellsén; Ragna B. Garðarsdóttir (9. desember 2019). „Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum?“. Vísindavefurinn. Sótt 18. júlí 2024.
- ↑ Sighvatur Arnmundsson (2. ágúst 2019). „Litlar efasemdir um loftslagsbreytingar“. Vísir. Sótt 18. júlí 2024.
- ↑ „„Íslenska ákvæðið" fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun“. Vísir. 28. ágúst 2021. Sótt 12. nóvember 2021.
- ↑ Davíð Oddsson. „Laun hækka – skattar lækka“. Morgunblaðið. bls. 34-35.
- ↑ Guðmundur Hörður Guðmundsson (9. nóvember 2005). „Efasemdamaðurinn Davíð“. Vísir. Sótt 12. nóvember 2021.
- ↑ Baráttan um Bessastaði, sjónvarpskappræður á RÚV, 3. júlí 2016.
- ↑ Steindór Grétar Jónsson (14. júní 2019). „Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum“. Stundin. Sótt 18. október 2021.