Adele

Bresk söngkona og lagahöfundur
(Endurbeint frá Adele Laurie Blue Adkins)

Adele Laurie Blue Adkins (f. 5. maí 1988), betur þekkt sem Adele, er bresk söngkona og lagasmiður. Söngferill hennar hófst þegar hún skrifaði undir samning við XL Recordings árið 2006 eftir að hafa notið mikilla vinsælda á vefsíðunni MySpace. Fyrsta sólóplata hennar, 19, kom út árið 2008 við við vikið lof gagnrýnenda og náði toppsætum á vinsældarlistum á heimsvísu, þar á meðal í Bretlandi, Hollandi og Bandaríkjunum. Vinsældir hennar jukust enn eftir að hún hlaut Grammy-verðlaunin sem Besti nýliðinn árið 2009, ein af mörgum verðlaunum sem hún vann það ár. Adele gaf út aðra hljómplötu sína, 21, í janúar 2011. Platan seldist feikna vel. Meðal annars seldist hún í yfir fjórtán milljón eintökum í Bretlandi og er sú tekjuhæsta sem hefur verið gefin út þar á landi á 21. öld. 21 sat í efsta sæti á bandaríska vinsældarlistanum lengur en nokkur önnur plata hafði gert síðan 1993. Hún var einnig tilnefnd til sex Grammy-verðlauna eftir útgáfu plötunnar og vann þau öll.

Adele
Adele brosandi
Adele árið 2021
Fædd
Adele Laurie Blue Adkins

5. maí 1988 (1988-05-05) (36 ára)
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
Ár virk2006–í dag
MakiSimon Konecki (g. 2018; sk. 2021)
Börn1
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Vefsíðaadele.com
Undirskrift

Æviágrip og ferill

breyta

Adele fæddist árið 1988 í Tottenham, London. Hún byrjaði að syngja aðeins fjögurra ára gömul og varð fljótt áhugasöm um mismunandi raddir. Þegar hún í fyrsta skipti hélt á hljóðnema, þá fjórtán ára gömul uppgötvaði hún að tónlist væri það sem hún hefði áhuga á að vinna við. Hún var fljótt farin að semja lög og var hún búin að semja lagið „Hometown Glory“ sem er á plötunni hennar 19 aðeins sextán ára.

Hljómplatan 19

breyta

Ferill hennar byrjaði á síðunni MySpace þar sem vinkona hennar bjó til síðu handa henni í lok ársins 2004. Þar setti hún inn upptökur af lögum sínum. Það var þó ekki fyrr en árið 2006 sem plötufyrirtæki fóru að taka eftir hæfileikum hennar. Á þessu sama ári í maí útskrifaðist hún úr BRIT School í Croydon í Suður-London. Þar útskrifaðist hún meðal annars með söngkonunni Leona Lewis sem einnig hefur notið vinsælda í Bretlandi og víðar. Adele hefur þakkað skólanum fyrir það að hjálpa henni að læra að beita röddinni.

Í september árið 2006 gerði Adele samning við XL Recordings í London, það er einnig sama plötufyrirtæki og gerði samning við íslensku hljómsveitina Sigur Rós. Fyrsta lag hennar sem hét „Hometown Glory“ og kom út í október 2007 og síðan kom lagið „Chasing Pavements“ út í janúar 2008. Bæði þessi lög urðu mjög vinsæl og eru þau á hennar fyrstu plötu sem heitir því einfalda nafni 19. Platan náði því að komast í fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bretlandi.

Það var þó erfiðara fyrir hana að ná athygli í Bandaríkjunum og var það ekki fyrr en hún tók þátt sem tónlistaratriði í þættinum Saturday Night Live sem hún sló í gegn þarlendis.

Árið 2009 hlaut hún Grammy-verðlaunin, Best New Artist og Best Female Pop Vocal Preformance.

Hljómplatan 21

breyta

Í janúar árið 2011 kom önnur platan hennar út, 21 og náði miklum vinsældum. Adele sagði á bloggi sínu að hún muni eftir því þegar hún var 15 ára og fór með föður sínum til New York, þar labbaði hún í Times Square og vonaðist til að hún myndi einn daginn eiga plötu í plötubúðum í New York. Henni fannst það þó mjög ólíklegt að það myndi gerast en skjátlaðist henni.

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta

Tenglar

breyta